Sjáið nýjasta tískufyrirbærið í mat

Nýjasta æðið á netinu þessa dagana, er að útbúa pönnuköku-morgunverð …
Nýjasta æðið á netinu þessa dagana, er að útbúa pönnuköku-morgunverð á bakka. Mbl.is/Instagram_completelydelicious

Svo virðist sem pönnu­köku­veisl­ur séu að ryðja sér til rúms á net­inu, þar sem helstu áhrifa­vald­ar deila mynd­um af slík­um sæl­kera­bökk­um sem aldrei fyrr.

Við höf­um sýnt ykk­ur alls kyns osta- og skinku­bakka, ým­ist mótaða eins og jólakr­ansa eða yf­ir­fulla af öðru góðgæti. En það allra nýj­asta í net­heim­um í dag er morg­un­verðarbakk­ar þar sem pönnu­kök­ur eru í for­grunni. Janú­ar er þannig mánuður að við eig­um að gera vel við okk­ur á hverj­um degi og þá er hug­mynd sem þessi vel þegin.

Þessi girni­lega morg­un­verðar­hug­mynd kall­ast #panca­ke­bo­ard á sam­fé­lags­miðlum ef ein­hver hef­ur hug á að leita eft­ir mynd­um og inn­blæstri við upp­setn­ingu. Aðal­atriðið er að hafa nægi­lega stórt bretti sem rúm­ar marg­ar pönnu­kök­ur sem og álegg sem þig lang­ar til að gæða þér á.

Mbl.is/​In­sta­gram_moment­tograze
Mbl.is/​In­sta­gram_bug­be­ans­momma
Mbl.is/​In­sta­gram_­stemsca
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert