Ben & Jerry's dekrar við hundana

Doggie Desserts - er nýr ís fyrir hunda frá Ben …
Doggie Desserts - er nýr ís fyrir hunda frá Ben & Jerry´s. Mbl.is/Ben & Jerry´s

All­ir hunda­eig­end­ur vita að litlu voffarn­ir eiga allt það besta skilið – og þá líka ís! Ísfram­leiðand­inn Ben & Jerry's hef­ur sett á markað sér­hannaðan ís fyr­ir hunda.

Nýja afurðin kall­ast Doggie Dess­erts og sam­an­stend­ur af tvenns kon­ar búðingi. Annað bragðið kall­ast „Pontch's Mix“, frosið nammi með hnetu­smjöri og pretzel, og hin bragðteg­und­in ber nafnið „Rosie's Batch“, með grasker­um og smá­kök­um. Bæði nöfn­in eru í raun nöfn hunda starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Fólk þarf ekki að hafa nein­ar áhyggj­ur, því ís­inn inni­held­ur eng­ar mjólk­ur­vör­ur, sem þykja ekki góðar fyr­ir melt­ing­una. Þess í stað er not­ast við sól­blóma­smjör sem er full­kom­lega ör­uggt fyr­ir hunda að éta – og líka fyr­ir mann­fólkið sem mun þó ef­laust ekki finn­ast bragðið upp á marga fiska þegar valið stend­ur á milli Doggie Dess­erts eða rjómaíss með súkkulaði.

Mbl.is/​Ben & Jerry´s
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka