Nýtt borð, stóll og ljós frá MENU

Levitate er einfalt loftljós með karakter - og er eitt …
Levitate er einfalt loftljós með karakter - og er eitt af nýjungunum frá MENU. Mbl.is/Menu

Nýtt ár gef­ur okk­ur nýj­ung­ar sem aldrei fyrr! Þetta er árs­tím­inn sem öll helstu hönn­un­ar­hús­in deila með okk­ur nýj­um vör­um – og við kom­umst ekki hjá því að láta okk­ur dreyma. Hér eru nýtt borð, stóll og ljós frá vörumerk­inu MENU.

Androgyne-borðstofu­borð

Fyrst af öllu ber að nefna nýtt borðstofu­borð er kall­ast Androgyne, hannað af arki­tekt­in­um Danielle Sig­gerud sem seg­ir borðið djarft og rúma allt þitt upp­á­halds­fólk á ein­um stað. Borðið er með viðarspóns­borðplötu og -botni og kem­ur í stærðunum 210 cm og 280 cm. Borðið rúm­ar vel 8-10 manns í sæti.

Passa­ge-stóll

Á hverju heim­ili er smekk­leg­ur koll­ur ómiss­andi sem hægt er að grípa í til að ná upp í hæstu hill­ur eða nota sem auka­sæti við mat­ar­borðið. Passa­ge stool er nýr frá MENU, hannaður af Krøyer-Sætter-Lassen, og fram­leidd­ur úr FSC®-vottaðri gegn­heilli eik. Koll­ur­inn býr yfir öll­um eig­in­leik­um sem ein­kenna hágæðatré­smíði og kem­ur í nátt­úru­leg­um litatón­um.

Le­vita­te-loft­ljós

Nýj­asta afurð Af­teroom fyr­ir MENU er loft­ljósið Le­vita­te – nefnt eft­ir því hvernig það virðist fljóta í loft­inu. Ljósið er fag­ur­fræðilega ein­falt með karakt­er, þar sem ljósið hang­ir áreynslu­laust úr lofti og gef­ur glæst­an svip.

Smekklegt borðstofuborð er kallast Androgyne og er hannað af arkitektinum …
Smekk­legt borðstofu­borð er kall­ast Androgyne og er hannað af arki­tekt­in­um Danielle Sig­gerud. Mbl.is/​Menu
Kollur er ómissandi inn á hvert heimili, en þessi er …
Koll­ur er ómiss­andi inn á hvert heim­ili, en þessi er fram­leidd­ur úr FSC®-vottaðri gegn­heillri eik. Mbl.is/​Menu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert