Matarstellið sem þykir það allra fallegasta

Frönsk gæðahönnun í fallegu matarstelli frá Jars.
Frönsk gæðahönnun í fallegu matarstelli frá Jars. Mbl.is/Jars

Fal­legt mat­ar­stell á borðum er eins og glæsi­leg­ur gala­kjóll á góðri stundu – það verður allt aðeins meira grand og vek­ur eft­ir­tekt.

Jars er eitt vinælasta mat­ar­stell Frakka og á sér langa sögu, því fyr­ir­tækið hef­ur fram­leitt borðbúnað frá ár­inu 1857. Maður að nafni Pier­re Jars stofnaði fyr­ir­tækið af mik­illi ástríðu fyr­ir leir­list og góðu hand­verki  sem hef­ur erfst áfram yfir í næstu kyn­slóðir, og er enn í dag vand­lega út­fært í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu. Jars hug­ar einnig að um­hverf­inu, en þeir end­ur­vinna bæði vatn og leir­blönd­ur svo ekk­ert fari til spill­is.

Vör­urn­ar frá Jars sam­eina ímynd­un­ar­afl og glæsi­leika sem end­ur­spegl­ast svo vel í vöru­úr­val­inu þeirra með marg­lit­um skál­um og disk­um sem gleðja hvert auga. Og það er ein­mitt í til­teknu mat­ar­stelli, þar sem lín­ur og form eru óreglu­leg og hægt að blanda borðbúnaðinum sam­an að vild – og skapa þannig sína eig­in sögu við borðið. Þetta dá­semd­armat­ar­stell fæst nú hér á landi í versl­un­inni Kokku.

Litirnir eru algört sælgæti og má raða saman að vild.
Lit­irn­ir eru al­gört sæl­gæti og má raða sam­an að vild. Mbl.is/​Jars
Mbl.is/​Jars
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert