Lekker spritz drykkur með lakkrís

Lekker spritz drykkur með lakkrís í boði Johan Bülow.
Lekker spritz drykkur með lakkrís í boði Johan Bülow. Mbl.is/Lakridsbybulow

Hér er einstaklega girnilegur spritz kokteill á ferð í boði lakkrískóngsins Johan Bülow - þar sem dökkur og lífrænn lakkríslíkjör er notaður í drykkinn.

Lakkrís er sælgæti sem unnið er úr lakkrísrótinni glycyrrhiza glabra, en orðið er dregið frá grísku og þýðir „sæt rót“. Saga lakkrísrótarinnar nær lengra aftur en menn gruna, því rótin hefur verið notuð í meira en 5.000 ár.

Lekker spritz drykkur með lakkrís

  • 4 cl ROOT & COCOA
  • 2 cl Cointreau (triple sec)
  • 8 cl Prosecco
  • 3 cl sódavatn

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í vínglas og fyllið upp með ísmolum.
  2. Skreytið með lime skífu og njótið.
Mbl.is/Lakridsbybulow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka