Alvöru íslensk kjötsúpa sem hittir í mark

Ljósmynd/Stella Rún

Stella Rún sem held­ur úti hinni bráðskemmti­legu mat­ar­bloggsíðu Ilm­ur­inn úr eld­hús­inu, á heiður­inn að þess­ari kjötsúpu sem ætti að gleðja hjörtu enda fátt betra í janú­ar en góð súpa.

„Á hverju hausti fæ ég óstjórn­lega löng­un í ekta ís­lenska kjötsúpu, þessa eins og amma ger­ir. Löng­un­in var nú óvenju seint á ferðinni þetta árið enda höf­um við fengið af­skap­lega gott og fal­legt haust. Það hlaut þó að koma að því svo um helg­ina var stóri pott­ur­inn sótt­ur inn í búr og kjötsúp­an lát­in malla dágóða stund."

„Það virðist sem hver og ein fjöl­skylda eigi sína út­gáfu af kjötsúpu. Sum­ir nota hafra og hrís­grjón til að þykkja hana ör­lítið, annað hvort eða bæði. Sum­ir kjósa að sleppa grjón­um al­veg og vilja hana tæra o.s.frv. Ég hef kom­ist að því að mér finnst best að nota banka- eða perlu­bygg. Það held­ur sér svo vel og verður ekki „mus­hy“, ekki einu sinni við upp­hit­un dag­inn eft­ir. Ég nota byggið frá Móður jörð en byggið er frá­bært hrá­efni í alls kon­ar rétti."

Alvöru íslensk kjötsúpa sem hittir í mark

Vista Prenta

Íslensk kjötsúpa

Hin klass­íska ís­lenksa kjötsúpa sem stend­ur alltaf fyr­ir sínu.

  • 2,5 l vatn
  • 2,5 - 3 kg súpu­kjöt á beini, lamba­kjöt
  • 2 gul­ir lauk­ar
  • 1 meðal­stór rófa
  • 5 stór­ar gul­ræt­ur
  • 500 gr kart­öfl­ur
  • 1/​4 hvít­káls­haus (má sleppa)
  • 6 msk súpu­jurtir
  • 3 dl banka- eða perlu­bygg*
  • 3 msk sjáv­ar­salt
  • 2 lamba­ten­ing­ar (má sleppa og salta þá aðeins bet­ur)
  • Svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið vatn í frek­ar stór­an pott. Fitu­hreinsið kjötið og smækkið bit­ana ef ykk­ur finnst þörf á því. Látið kjötið í pott­inn og leyfið suðunni að koma upp.
  2. Sjóðið í 30-40 mín. Fleytið mesta sor­an­um og fit­unni ofan af. Þessu má alls ekki sleppa því ann­ars verður súp­an aldrei tær og girni­leg.
  3. Skerið græn­metið og kart­öfl­urn­ar í hæfi­lega stóra bita og bætið í pott­inn ásamt súpu­jurt­un­um, salt­inu og pip­arn­um og ten­ing­un­um. Geymið hvít­kálið og byggið þar til síðast.
  4. Leyfið að krauma við miðlungs­hita í a.m.k. klukku­stund.
  5. Þegar um 20 mín eru eft­ir af eld­un­ar­tím­an­um skulið þið bæta bygg­inu og hvít­kál­inu sam­an við. Hvít­kál­in­um má sleppa al­veg en mér finnst það gefa svo gott bragð.
  6. Smakkið til með salti og pip­ar og jafn­vel aðeins meiri krafti.

*nota má hvaða grjón sem er. Al­g­ent er að nota blöndu af hrís­grjón­um og haframjöli. Þó að 90 mín dugi vel til að elda allt í gegn skal tekið fram að súp­an batn­ar bara eft­ir því sem hún fær að malla leng­ur. Það má því leyfa henni að krauma á hell­unni í dágóða stund hafi maður tíma til.

Upp­skrift þessi er frek­ar stór en sjálfsagt að smækka hana niður fyr­ir minni heim­ili. Það er þó mín skoðun að kjötsúpa sé frá­bær af­ganga­mat­ur og jafn­vel betri dag­inn eft­ir og því um að gera að út­búa meira en minna.

Ljós­mynd/​Stella Rún
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert