Einstaklega góð uppskrift að gulrótabollum sem taka stuttan tíma í framreiðslu. Hér er ekki notast við ger – heldur öllu skellt í eina skál, hnoðað saman og bakað.
Þú getur boðið upp á bollurnar með öðrum heitum réttum, eða mótað þær örlítið stærri og þá borðað sem samloku. Eins má bæta við þurrkuðum ávöxtum, rúsínum eða trönuberjum ef vill.
Geggjaðar bollur sem tekur enga stund að gera
Gómsætar gulrótabollur á hálftíma
- 275 g hveiti
- 100 g heilhveiti
- 1 msk. lyftiduft
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. sykur
- 1 tsk. þurrkað timían
- 3 dl mjólk
- 150 g rifnar gulrætur
- 1 egg
Aðferð:
- Blandið hveitinu saman við lyftiduft, salt, sykur og timían.
- Bætið mjólk og gulrótum saman við og hnoðið þar til deigið verður slétt.
- Mótið í bollur og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu.
- Penslið með pískuðu eggi og bakið í miðjum ofni við 225°C í 15 mínútur.
- Berið fram með áleggi að vild.