Auðveldasta uppskrift í heimi

Auðveldasta uppskrift í heimi að sögn næringaráðgjafans Tayla.
Auðveldasta uppskrift í heimi að sögn næringaráðgjafans Tayla. Mbl.is/taylabubeck_ /Instagram

Hér er á ferðinni auðveld­asta frittata-upp­skrift í heimi að sögn nær­ingaráðgjaf­ans Taylu Bu­beck, sem seg­ir upp­skrift­ina inni­halda örfá hrá­efni og sé holl og góð.

Tayla er frá Ástr­al­íu og deildi upp­skrift­inni á in­sta­gramsíðu sinni, þar sem hún skrif­ar jafn­framt und­ir að rétt­ur­inn smakk­ist mun bet­ur en hann mynd­ast. Tayla mæl­ir með að skera rétt­inn niður í hæfi­lega skammta og setja í frysti til að eiga.

Auðveldasta uppskrift í heimi

Vista Prenta

Auðveld­asta upp­skrift í heimi

  • 1 lauk­ur
  • Þrjár hand­fyll­ir af kirsu­berjatómöt­um
  • Þrjár hand­fyll­ir af svepp­um, skorn­um í skíf­ur
  • 8-9 eggja­hvít­ur, þeytt­ar
  • par­mesanost­ur

Aðferð:

  1. Saxið græn­metið niður og leggið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  2. Hellið pískuðum eggja­hvít­um yfir þannig að þær þeki alla plöt­una.
  3. Saltið og piprið og stráið par­mesanosti yfir.
  4. Bakið í ofni á 160 gráðum í 40 mín­út­ur þar til gyllt á toppn­um.
Öllu skellt saman og inn í ofn.
Öllu skellt sam­an og inn í ofn. Mbl.is/​tayla­bu­beck_ /In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert