Kakan sem allir eru að tala um

Cheerios auglýsingin sem skartar kökunni fögru.
Cheerios auglýsingin sem skartar kökunni fögru. Ljósmynd/Ari Magg

Cheer­i­os-aug­lýs­ing­arn­ar hafa glatt þjóðina und­an­farna mánuði þar sem þjóðþekkt­ir ein­stak­ling­ar gæða sér á því og njóta. Ein þess­ara aug­lýs­inga sýn­ir tón­list­ar­kon­una og prjónasnill­ing­inn Sölku Sól ásamt fjöl­skyldu sinni. Á mynd­inni er for­láta kaka úr Cheer­i­os en fæst­ir vita að kak­an kem­ur úr smiðju Lindu Ben.

Linda seg­ist hafa fengið nokkuð frjáls­ar hend­ur við gerð kök­unn­ar og skipu­leggj­end­ur aug­lýs­ing­ar­inn­ar hafi sýnt sér mikið traust. „Ég sendi nokkr­ar hug­mynd­ir um út­lit kök­unn­ar á stíl­ista aug­lýs­ing­ar­inn­ar sem voru samþykkt­ar. Ég fékk ákveðnar leiðbein­ing­ar eins og til dæm­is að Cheer­i­os-ið ætti ekki að vera malað held­ur ættu hring­irn­ir að vera heil­ir. Kak­an átti líka að líta út fyr­ir að vera ein­föld og ég fór skref­inu lengra og gerði upp­skrift­ina líka mjög ein­falda. Kak­an öll inni­held­ur bara sex inni­halds­efni, það þarf ekki að setja hana inn í bak­arofn, tek­ur stutta stund að smella henni sam­an og er upp­lagt að gera hana með dags fyr­ir­vara,“ seg­ir Linda

Bragðgóð, ein­föld og nostal­g­ísk

„Hug­mynd mín á bak við kök­una var að end­ur­hanna klass­ísku morgun­korn­s­kök­urn­ar sem við mörg hver þekkj­um og setja þær í nýj­an bún­ing sem við höf­um mögu­lega ekki séð áður.

Kök­urn­ar eru al­veg ótrú­lega góðar, Cheer­i­os­inu er velt upp úr smjör­brædd­um syk­ur­púðum og sett í bolla­köku­form. Kök­urn­ar eru seig­ar og stökk­ar en kremið ofan á gef­ur þeim meiri raka svo þær verða eins og kara­mella. Bolla­kök­un­um raðaði ég svo upp í turn til að skapa þessa glæsi­legu margra hæða köku,“ seg­ir Linda en kak­an hef­ur vakið at­hygli eins og áður seg­ir og sú sem þetta rit­ar fengið þó nokkr­ar fyr­ir­spurn­ir frá les­end­um um hvernig kak­an sé gerð.

Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er síðan hversu góð kak­an er en Linda seg­ist afar ánægð með út­kom­una. „Hún smakkaðist mjög vel, ég gat varla hætt að narta í það sem varð eft­ir af deig­inu. Upp­á­hald­spart­ur­inn minn er þó alltaf þegar búið er að mynda kök­urn­ar svo hægt sé að byrja að borða þær,“ seg­ir Linda og tal­ar af reynslu því fyr­ir jól­in sendi hún frá sér bók­ina Kök­ur, sem sló í gegn.

Með mörg járn í eld­in­um

Linda seg­ist hægt og ró­lega vera að kom­ast niður á jörðina eft­ir jóla­bóka­flóðið og vel­gengni bók­ar­inn­ar. „Bók­in fékk al­veg frá­bær­ar viðtök­ur og hef­ur verið sölu­hæsta mat­reiðslu­bók lands­ins frá því hún byrjaði í sölu, sem ég er gríðarlega þakk­lát fyr­ir. Núna fer öll mín orka í að skipu­leggja nýja hluti sem munu koma í ljós á ár­inu, ég er ótrú­lega spennt að segja bet­ur frá þeim en það verður að bíða þar til nær dreg­ur,“ seg­ir Linda og ljóst er að það er mik­ils að vænta fyr­ir mat­gæðinga og fag­ur­kera sem fylgja Lindu á sam­fé­lags­miðlum en Linda er einn þekkt­asti áhrifa­vald­ur­inn þar og seg­ir að verk­efn­in sem hún taki að sér séu mjög fjöl­breytt.

„Sem upp­skrifta­höf­und­ur, mat­ar­stílisti og áhrifa­vald­ur á In­sta­gram fæ ég mjög mikið af mis­mun­andi verk­efn­um. Ég er mest að gera efni fyr­ir síðuna mína Linda­ben.is og In­sta­gramið mitt en ég vinn einnig mikið með aug­lýs­inga­stof­um og fyr­ir­tækj­um beint við það að stílisera mat­ar­aug­lýs­ing­ar og finnst það ótrú­lega skemmti­legt.

Kakan sem allir eru að tala um

Vista Prenta
Bolla­kök­ur
  • 170 g Cheer­i­os
  • 280 g syk­ur­púðar
  • 50 g smjör

Krem

  • 200 g mjúkt smjör
  • 400 g flór­syk­ur
  • 1 dl rjómi
  • 1 dl bragðlaus olía til að setja deigið í form

Byrjið á því að bræða smjör og syk­ur­púða á væg­um hita í frek­ar stór­um potti, það mun taka nokkr­ar mín­útut og nauðsyn­legt að velta syk­ur­púðunum með sleikju á meðan þeir bráðna. Setjið Cheer­i­osið út í og veltið því svo það hjúp­ist allt í syk­ur­púðum. Setjið 24 stk. papp­írs­bolla­köku­form í bolla­köku­ál­bakka (ég notaði tvo bakka) og skiptið deig­inu á milli forma. Nauðsyn­legt er að nota tvær skeiðar til að skipta deig­inu í formin og velta þeim alltaf upp úr bragðlausri olíu áður en þær eru sett­ar í deigið. Setjið kök­urn­ar í kæli á meðan kremið er út­búið.

Þeytið smjörið ásamt flór­sykri og rjóma þar til kremið er orðið mjög mjúkt, létt og loft­mikið. Setjið kremið í sprautu­poka með stór­um opn­um stjörnu­stút. Takið kök­urn­ar úr papp­írs­formun­um og sprautið á hverja köku. Raðið kök­un­um í hring á kökudisk, klippið hring úr smjörpapp­ír sem er svo­lítið minni en hring­ur­inn sem kök­urn­ar mynda á disk­in­um. Setjið smjörpapp­ír­inn á kök­urn­ar og aðrar kök­ur ofan á (kremið mun kless­ast ör­lítið á kök­un­um fyr­ir neðan en það er allt í góðu), end­ur­takið með af­gang­inn af kök­un­um.

Skreytið til dæm­is með gylltu mat­arglimmeri og nammi.

Ljós­mynd/​Linda Ben
Ljós­mynd/​Linda Ben
Linda Ben
Linda Ben Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert