Stórkostlega gott lamba-kebab

Ómótstæðilega gott lamba kebab, borið fram í vefjum.
Ómótstæðilega gott lamba kebab, borið fram í vefjum. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni hreint út sagt stór­kost­lega góður lamba-keba­brétt­ur bor­inn fram í vefj­um. Til­valið að not­ast við af­ganga af helgar­lær­inu eða hryggn­um. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Hild­ar Rut­ar sem notaði lambainnra­læri í rétt­inn og seg­ir það vera mjög meyrt og gott.

Stórkostlega gott lamba-kebab

Vista Prenta

Stór­kost­lega gott lamba-kebab

(fyr­ir 4 – ég mæli með 1-2 vefj­um á mann, það fer eft­ir því hvað þið setjið mikið á þær)

  • 500-600 g lambainnra­læri
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. Ras el hanout + 1 msk. (fæst t.d. í Hag­kaup)
  • salt og pip­ar
  • 1 lít­ill kúr­bít­ur
  • 250 g svepp­ir
  • 1 lít­ill rauðlauk­ur
  • 1 stór pi­mento-paprika eða nokkr­ar litl­ar
  • 2 tóm­at­ar
  • 1-2 dl smátt skor­in gúrka
  • chedd­arost­ur eft­ir smekk
  • tortill­ur eft­ir smekk (ég notaði heil­hveiti)

Sósa:

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1-2 msk. ferskt dill
  • ½ tsk. hvít­lauks­duft
  • ½ tsk. lauk­duft
  • ½ tsk. papriku­duft
  • cayenn­ep­ip­ar eft­ir smekk
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera kjötið í bita og setja í skál. Blandið 2 msk. af Ras el hanout- krydd­blöndu, ólífu­olíu, salti og pip­ar sam­an við.
  2. Skerið kúr­bít, sveppi, papriku og rauðlauk í litla bita. Skerið tóm­ata og gúrku smátt.
  3. Blandið öll­um hrá­efn­un­um í sós­una sam­an í skál. Endi­lega smakkið ykk­ur til og kryddið eft­ir smekk.
  4. Steikið lamba­kjötið upp úr ólífu­olíu á meðal­há­um hita. Takið til hliðar þegar það er orðið eldað í gegn.
  5. Steikið kúr­bít, sveppi, papriku og rauðlauk á sömu pönnu upp úr ólífu­olíu. Kryddið með 1 msk. af Ras el hanout, salti og pip­ar.
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert