Samlokan sem er að setja allt á hliðina

Ein besta ostasamloka síðari ára að hætti kokksins.
Ein besta ostasamloka síðari ára að hætti kokksins. Mbl.is/ Tiktok/myhusbandcooks

Ost­ur og brauð er sam­setn­ing sem við gæt­um borðað í öll mál – eða svona næst­um því. Hér er osta­sam­loka að hætti kokks­ins og þykir ótrú­lega ljúf­feng og ekki síður stór­snjöll. Það var ástr­alski kokk­ur­inn Guillermo sem birti mynd­skeið á TikT­ok, um hvernig ætti að út­færa bestu osta­sam­loku síðari ára.

Samlokan sem er að setja allt á hliðina

Vista Prenta

Osta­sam­loka að hætti kokks­ins

  • 1 heilt brauð
  • Rif­inn ost­ur
  • Stein­selja, söxuð
  • Smjör
  • Hvít­lauk­ur, mar­inn
  • Par­mes­an

Aðferð:

  1. Skerið þykk­ar brauðsneiðar, allt að 4-5 cm þykk­ar og skerið skorp­una í burtu.
  2. Skerið niður í miðjuna þannig að hálf­gerður vasi mynd­ist í brauðið. Fyllið með rifn­um osti.
  3. Bræðið smjör í potti og bætið við stein­selju og hvít­lauk, blandið vel sam­an. Pennslið báðar hliðar á brauðinu með hvít­laukss­mjör­inu.
  4. Steikið brauðið á pönnu og notið spaða til að ýta niður á brauðið og fletja út.
  5. Setjið par­mes­an-ost á topp­inn og steikið þar til gyllt á lit á báðum hliðum.
  6. Dreypið smá smjöri aft­ur yfir topp­inn og takið af pönn­unni.
  7. Berið fram og njótið.
Skerið brauðið í þykkar sneiðar og skerið skorpuna af.
Skerið brauðið í þykk­ar sneiðar og skerið skorp­una af. Mbl.is/ Tikt­ok/​myhus­bandcooks
Skerið niður í miðjuna þannig að hálfgerður vasi myndist í …
Skerið niður í miðjuna þannig að hálf­gerður vasi mynd­ist í brauðið. Fyllið með rifn­um osti. Mbl.is/ Tikt­ok/​myhus­bandcooks
Bræðið smjör í potti og bætið við steinselju og hvítlauk, …
Bræðið smjör í potti og bætið við stein­selju og hvít­lauk, blandið vel sam­an. Penslið báðar hliðar á brauðinu með hvít­laukss­mjör­inu. Mbl.is/ Tikt­ok/​myhus­bandcooks
Steikið brauðið á pönnu og notið spaða til að ýta …
Steikið brauðið á pönnu og notið spaða til að ýta niður á brauðið og fletja út. Setjið par­mes­an-ost á topp­inn og steikið þar til gyllt á lit á báðum hliðum. Mbl.is/ Tikt­ok/​myhus­bandcooks
Dreypið smá smjöri aftur yfir toppinn og takið af pönnunni. …
Dreypið smá smjöri aft­ur yfir topp­inn og takið af pönn­unni. Berið fram og njótið. Mbl.is/ Tikt­ok/​myhus­bandcooks
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert