Stórmerkilegar staðreyndir um mat

49% Bandaríkjamanna, 20 ára eða eldri, borða að meðaltali eina …
49% Bandaríkjamanna, 20 ára eða eldri, borða að meðaltali eina samloku á dag, samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2014. Væri gaman að vita sambærilegar tölur hér á landi. mbl.is/

Það er fátt sem kem­ur okk­ur leng­ur á óvart – en ger­ir það þó samt. Hér eru nokkr­ar skrítn­ar en stór­merki­leg­ar staðreynd­ir um mat og venj­ur.

  • Eng­inn veit upp­runa súkkulaðibita-kök­unn­ar. Finn­ast þó nokkr­ar sögu­sagn­ir um hvernig súkkulaðibita­kök­ur urðu til. Sum­ir vilja meina að Ruth Wakefield eigi heiður­inn er hún hafi orðið uppiskroppa með hnet­ur og notað súkkulaði í staðinn. Önnur kenn­ing er sú að súkkulaði hafi óvart fallið ofan í hræri­véla­skál, en sú saga hef­ur aldrei verið staðfest.
     
  • Blóm­kál finnst í ótal lit­um. Þó að við þekkj­um blóm­kál einna helst sem hvítt á lit­inn er það einnig til sem fjólu­blátt, app­el­sínu­gult og grænt. En þetta app­el­sínu­gula og fjólu­bláa inni­held­ur meira magn af andoxun­ar­efn­um.
     
  • Lit­ríka morgun­kornið Froot Loops, er allt eins á bragðið. Eða hring­irn­ir bera all­ir sama bragðið, sama hvernig hring­ur­inn er á lit­inn.
     
  • Jarðarber eru ekki ber! Sjokk­er­andi frétt­ir fyr­ir ein­hverja, en svo virðist vera að ber inni­haldi fræ að inn­an og jarðarber­in brjóta klárt þær regl­ur miðað við út­litið á þeim.
     
  • Ekki panta þér popp­korn í Suður-Afr­íku. Ef það vill svo til að þú eig­ir leið um Suður-Afr­íku, skaltu var­ast það að panta popp­korn, því það er ann­ars kon­ar „popp“ á boðstóln­um þar í landi. Í Suður-Afr­íku flokk­ast ristaðir termít­ar og skor­dýr und­ir popp­korn.

  • Drykk­ur­inn Mountain Dew inni­held­ur app­el­sínu­djús. Þó að gos­drykk­ur­inn bragðist eins og sítr­ónu-lím­onaði er app­el­sínu­djús það þriðja á lista yfir hrá­efni drykkj­ar­ins.

  • Pizza Hut keypti mest allra af græn­káli á heimsvísu. Það var þegar sal­at­bar­inn var einna vin­sæl­ast­ur hjá Pizza Hut og löngu áður en græn­kál varð vin­sælt tískusnakk á meðal manna. Píts­astaður­inn notaði græn­kál til að skreyta alla sal­at­bar­ina sína – og var ekki einu sinni með kálið á boðstóln­um til að borða það.

  • 49% Banda­ríkja­manna, 20 ára eða eldri, borða að meðaltali eina sam­loku á dag, sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var árið 2014. Væri gam­an að vita sam­bæri­leg­ar töl­ur hér á landi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka