Ómótstæðilegar sælkerakrásir frá MOON veitingum

Þær gerast ekki mikið fallegri en þetta gjafaöskurnar með súkkulaðihúðuðum …
Þær gerast ekki mikið fallegri en þetta gjafaöskurnar með súkkulaðihúðuðum jarðarberjum. Sá eða sú sem fær svona öskju á Valentínusardaginn, verður sannarlega heppin/n. mbl.is/MOON veitingar

MOON veit­ing­ar bjóða upp á sæl­kerakrás­ir sem hafa vakið stór­fellda lukku hjá land­an­um – og Valentínus­ar­dag­ur­inn verður eng­in und­an­tekn­ing þar í ár, þar sem þú færð gjafa­öskj­una senda heim að dyr­um.   

Á bak við fyr­ir­tækið eru tvær kraft­mikl­ar kon­ur, þær Sól­ey Rós Þórðardótt­ir og Árdís Eva Braga­dótt­ir. Þær kynnt­ust á náms­samn­ingi hjá Vox restaurant og náðu strax vel sam­an – en í gegn­um námið voru þær oft­ast kallaðar tví­höfði af sam­starfs­fé­lög­un­um þar sem þær eru furðulega sam­rýnd­ar að eig­in sögn. Jól­in 2016 luku þær náms­samn­ingi hjá Vox og héldu út á vinnu­markaðinn þar sem ýmis verk­efni komu inn á borð, en þær mat­reiddu til að mynda í veiðihús­um víða um landið.

„Ekki leið á löngu að við sáum okk­ur aft­ur komn­ar á heima­slóðir á Vox restaurant sem nú er und­ir nýju nafni Vox brass­erie & bar, en þó í þetta skipti sem menntaðir mat­reiðslu­menn. Sól­ey Rós tek­ur þar við Sous Chef stöðunni á ann­ari vakt­inni og Árdís ráðinn sem mat­reiðslumaður á vakt. Ekki fannst okk­ur þó nóg að vinna í 100% vakt­ar­vinnu held­ur þurft­um við eitt­hvað ör­lítið meira að gera á okk­ar frí­dög­um. Þeir voru kannski ekki marg­ir frí­dag­arn­ir, en þó ein­hverj­ir og bætt­um við á okk­ur helj­ar­inn­ar verk­efni. Sam­hliða vinn­unni, luk­um við meist­ara­námi í mat­reiðslu og út­skrifuðumst sem mat­reiðslu­meist­ar­ar sum­arið 2019“, segja þær Sól­ey Rós og Árdís Eva. En það var svo eft­ir sex starfs­ár hjá sama fyr­ir­tæk­inu sem þær tóku ákvörðun um að fara í aðra átt og stofnuðu sam­an MOON veit­ing­ar ehf.

Með gjafa­öskj­ur fyr­ir Valentínus­ar- og konu­dag­inn
MOON veit­ing­ar er al­hliða veit­ing­arþjón­usta sem tek­ur að sér all­ar teg­und­ir viðburða. Eins og ástandið í heim­in­um er núna hef­ur það sett til­tölu­lega stórt strik í reikn­ing­inn í mat­væla­geir­an­um þá sér­stak­lega fyr­ir veislu­höld. Þær hafa þó ein­beitt sér meira að þróun á vör­um fyr­ir versl­an­ir sam­hliða sölu á gjafa-sæl­kera­vör­um fyr­ir sér­stök til­efni. „Í til­efni Valentínus­ar- og Konu­dags­ins 2021, bjóðum við okk­ar viðskipt­ar­vin­um að næla sér í ein­falda gjöf sem gleður alla. Komdu ást­inni þinni á óvart með ómót­stæðilegri gjafa­öskju frá MOON veit­ing­um og fáðu níu stykki af súkkulaði hjúpuðum jarðaberj­um með súkkulaði frá Nóa Síríus, beint heim að dyr­um - en verð á gjafa­öskj­unni er 4.490 krón­ur. Við bjóðum upp á heimsend­ing­ar á sjálf­um Valentínus­ar- og Konu­deg­in­um sem er innifalið í verðinu (inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins). Við vilj­um þó benda á að panta tím­an­lega þar sem öskj­urn­ar eru fljót­ar að selj­ast upp“, segja þær Sól­ey Rós og Árdís Eva.

Sæl­kera­vör­ur í helstu versl­un­um lands­ins
Þær neita því ekki að síðastliðið ár hafi verið erfitt, en segja jafn­ramt að viðskipa­vin­ir hafi tekið vel í nýja normið. Mik­il vin­sæld sé í „take-away“ hjá land­an­um, og það hef­ur reynst erfitt að nálg­ast vöru­um­búðir í land­inu. En hvað er það vin­sæl­asta á mat­seðli hjá stelp­un­um? „Sör­ur hafa alltaf verið ákaf­lega vin­sæl­ar meðal Íslend­inga yfir hátíðarmánuðina, og selj­um við al­veg óhemju mikið magn af okk­ar vin­sælu jólas­ör­um á hverju ári ásamt öðrum sæl­kera­vör­um. MOON veit­ing­ar tók að okk­ar mati stórt skref núna í lok árs 2020, en eins og áður hef­ur komið fram, þá hef­ur ástandið í heim­in­um haft mik­il áhrif á litlu fyr­ir­tæk­in í land­inu og gæti sal­an verið betri. Þjóðin tak­markaði all­ar sín­ar versl­un­ar­ferðir og reyndu þá frek­ar að fara í þær versl­an­ir sem bjóða upp á stærra vöru­úr­val. Okk­ur fannst því til­valið að bjóða okk­ar stóra hópi af góðum nú­ver­andi og til­von­andi viðskipta­vin­um, að nálg­ast vör­urn­ar okk­ar í öll­um Hag­kaups versl­un­um. Hand­gerðar macarons er þar á meðal og eru ótrú­lega vin­sæl­ar, sem og aðrir rétt­ir sem við bjóðum upp á“.

 

Aldrei verið eins ein­falt að panta sér mat á net­inu
Stelp­urn­ar segj­ast finna fyr­ir mik­illi aukn­ingu hjá fólki að grípa með sér til­bún­ar vör­ur eða fá heimsend­ingu, enda séu ákveðin þæg­indi í því fyr­ir­komu­lagi sem fólk sæk­ist í. „Við telj­um sam­komutak­mark­an­irn­ar hafi að mörgu leiti verið „eye open­ing” fyr­ir veit­ing­ar­geir­ann, bara frá okk­ar reynslu var alltaf enda­laust vesen ef viðskipt­ar­vin­ur óskaði eft­ir að taka mat­inn með sér í take away. Á flest­um veit­ing­ar­stöðum sem við höf­um unnið á var það alltaf sama sag­an, ein­hvern veg­inn gleymd­ist alltaf að huga að val­mögu­leika fyr­ir take away. Aldrei réttu umbúðir til staðar þegar þess þurfti, en núna hafa flest fyr­ir­tæki aðlag­ast nýj­um tím­um. Þessu fylgja þó bæði kost­ir og gall­ar eins og flest öllu. Telj­um við það vera mik­il­vægt að fyr­ir­tæki hugi að þeim um­hverf­isáhrif­um sem einnota umbúðir geta haft á um­hverfið okk­ar. Með því sögðu er gíf­ur­lega mik­il­vægt að fyr­ir­tæki velji umbúðir sem ekki hafa nei­kvæð áhrif á um­hverfið“.

Fólk á öll­um aldri sem og fyr­ir­tæki, helstu viðskipta­vin­ir MOON
Það eru ótrú­leg­ur fjöldi viðskipta­vina sem versl­ar við MOON og er hann rosa­lega fjöl­breytt­ur viðskipta­hóp­ur. Fólk á öll­um aldri bæði kon­ur og karl­ar nýta sér þá þjón­ustu sem MOON býður upp á. „Fyr­ir­tæki bæði stór sem smá eru einnig frek­ar dug­leg að hafa sam­band við okk­ur og nýta sér þá þjón­ustu sem við bjóðum til fyr­ir­tækja. Stór hóp­ur okk­ar viðskipta­vina eru bú­sett­ir á lands­byggðinni og er gíf­ur­leg mik­il sala á sæl­kera gjafa­vör­um okk­ar þar. Þar sem önn­ur okk­ar af eig­end­un­um hún Sól­ey Rós er fædd og upp­al­in í Búðar­dal, höf­um við náð að byggja upp gott sam­band og eig­um trausta viðskipta­vini sem eiga í reglu­leg­um viðskipt­um við MOON. Við erum rosa­lega þakk­lát­ar fyr­ir alla okk­ar viðskipta­vini sem við höf­um eign­ast á ár­inu 2020 og spennt­ar að fá enn fleiri í hóp­inn og kom­andi tím­um“, segja stelp­urn­ar.

Um­hverf­i­s­væn stefna hjá fyr­ir­tæk­inu
Mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins er að finna bæði um­hverf­i­s­væn­ar og ís­lensk­ar lausn­ir í fram­leiðslu og umbúðum. „Um­hverf­i­s­væn stefna er auðvitað hluti af sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tækja í land­inu og þar pöss­um við að velja frek­ar um­hverf­i­s­væn­ari val­kost­inn, t.d þegar kem­ur að umbúðum. Mik­ill metnaður og tími hjá okk­ur fer í hönn­un á okk­ar vör­um og að því sögðu, velj­um við ís­lenska fram­leiðslu fram yfir inn­flutt úr því sem boðið er upp á. Útlit umbúða spil­ar stór­an þátt í hvernig neyt­andi ákveður hvaða vöru hann kaup­ir og hönn­um við okk­ar vör­ur með því hug­ar­fari hvernig neyt­and­inn not­ar vör­una og fyr­ir hvað. Við seld­um til dæm­is lúx­us boxið sem inni­hélt tutt­ugu og fimm stykki af ómót­stæðilegu sör­un­um okk­ar í umbúðum sem til­bún­ar voru fyr­ir viðskipta­vini til að gefa sem gjöf. Við leggj­um okk­ur fram í að hanna stíl­hrein­ar, ein­fald­ar og fal­leg­ar umbúðir fyr­ir okk­ar viðskipta­vini“, segja þær Sól­ey Rós og Árdís Eva.

Ein­hver loka­orði? „Við verðum eig­in­lega að enda á því að okk­ur finnst ótrú­lega gam­an að monta okk­ur af því að við erum tvær ung­ar kon­ur í þess­um bransa sem eiga og rek­um okk­ar fyr­ir­tæki 100%“, segja þær vin­kon­ur sem láta ekk­ert stoppa sig.

Hversu fullkomið er að gæða sér á þessum jarðarberjum á …
Hversu full­komið er að gæða sér á þess­um jarðarberj­um á Valentínus­ar­dag­inn. mbl.is/​MOON veit­ing­ar
Vinsælu macaronurnar frá stelpunum og fást í verslunum Hagkaupa.
Vin­sælu macaronurn­ar frá stelp­un­um og fást í versl­un­um Hag­kaupa. mbl.is/​MOON veit­ing­ar
Sörurnar seljast upp fyrir hver jólin - enda ekki bara …
Sör­urn­ar selj­ast upp fyr­ir hver jól­in - enda ekki bara fal­leg­ar, held­ur smakk­ast þær líka ómót­stæðilega vel. mbl.is/​MOON veit­ing­ar
Smárétti af ýmsum toga má panta fyrir veisluna hjá MOON.
Smá­rétti af ýms­um toga má panta fyr­ir veisl­una hjá MOON. mbl.is/​MOON veit­ing­ar
Sóley Rós og Árdís Eva eru stofnendur og eigendur MOON …
Sól­ey Rós og Árdís Eva eru stofn­end­ur og eig­end­ur MOON veit­inga ehf. mbl.is/​MOON veit­ing­ar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert