Ómótstæðilegar sælkerakrásir frá MOON veitingum

Þær gerast ekki mikið fallegri en þetta gjafaöskurnar með súkkulaðihúðuðum …
Þær gerast ekki mikið fallegri en þetta gjafaöskurnar með súkkulaðihúðuðum jarðarberjum. Sá eða sú sem fær svona öskju á Valentínusardaginn, verður sannarlega heppin/n. mbl.is/MOON veitingar

MOON veitingar bjóða upp á sælkerakrásir sem hafa vakið stórfellda lukku hjá landanum – og Valentínusardagurinn verður engin undantekning þar í ár, þar sem þú færð gjafaöskjuna senda heim að dyrum.   

Á bak við fyrirtækið eru tvær kraftmiklar konur, þær Sóley Rós Þórðardóttir og Árdís Eva Bragadóttir. Þær kynntust á námssamningi hjá Vox restaurant og náðu strax vel saman – en í gegnum námið voru þær oftast kallaðar tvíhöfði af samstarfsfélögunum þar sem þær eru furðulega samrýndar að eigin sögn. Jólin 2016 luku þær námssamningi hjá Vox og héldu út á vinnumarkaðinn þar sem ýmis verkefni komu inn á borð, en þær matreiddu til að mynda í veiðihúsum víða um landið.

„Ekki leið á löngu að við sáum okkur aftur komnar á heimaslóðir á Vox restaurant sem nú er undir nýju nafni Vox brasserie & bar, en þó í þetta skipti sem menntaðir matreiðslumenn. Sóley Rós tekur þar við Sous Chef stöðunni á annari vaktinni og Árdís ráðinn sem matreiðslumaður á vakt. Ekki fannst okkur þó nóg að vinna í 100% vaktarvinnu heldur þurftum við eitthvað örlítið meira að gera á okkar frídögum. Þeir voru kannski ekki margir frídagarnir, en þó einhverjir og bættum við á okkur heljarinnar verkefni. Samhliða vinnunni, lukum við meistaranámi í matreiðslu og útskrifuðumst sem matreiðslumeistarar sumarið 2019“, segja þær Sóley Rós og Árdís Eva. En það var svo eftir sex starfsár hjá sama fyrirtækinu sem þær tóku ákvörðun um að fara í aðra átt og stofnuðu saman MOON veitingar ehf.

Með gjafaöskjur fyrir Valentínusar- og konudaginn
MOON veitingar er alhliða veitingarþjónusta sem tekur að sér allar tegundir viðburða. Eins og ástandið í heiminum er núna hefur það sett tiltölulega stórt strik í reikninginn í matvælageiranum þá sérstaklega fyrir veisluhöld. Þær hafa þó einbeitt sér meira að þróun á vörum fyrir verslanir samhliða sölu á gjafa-sælkeravörum fyrir sérstök tilefni. „Í tilefni Valentínusar- og Konudagsins 2021, bjóðum við okkar viðskiptarvinum að næla sér í einfalda gjöf sem gleður alla. Komdu ástinni þinni á óvart með ómótstæðilegri gjafaöskju frá MOON veitingum og fáðu níu stykki af súkkulaði hjúpuðum jarðaberjum með súkkulaði frá Nóa Síríus, beint heim að dyrum - en verð á gjafaöskjunni er 4.490 krónur. Við bjóðum upp á heimsendingar á sjálfum Valentínusar- og Konudeginum sem er innifalið í verðinu (innan höfuðborgarsvæðisins). Við viljum þó benda á að panta tímanlega þar sem öskjurnar eru fljótar að seljast upp“, segja þær Sóley Rós og Árdís Eva.

Sælkeravörur í helstu verslunum landsins
Þær neita því ekki að síðastliðið ár hafi verið erfitt, en segja jafnramt að viðskipavinir hafi tekið vel í nýja normið. Mikil vinsæld sé í „take-away“ hjá landanum, og það hefur reynst erfitt að nálgast vöruumbúðir í landinu. En hvað er það vinsælasta á matseðli hjá stelpunum? „Sörur hafa alltaf verið ákaflega vinsælar meðal Íslendinga yfir hátíðarmánuðina, og seljum við alveg óhemju mikið magn af okkar vinsælu jólasörum á hverju ári ásamt öðrum sælkeravörum. MOON veitingar tók að okkar mati stórt skref núna í lok árs 2020, en eins og áður hefur komið fram, þá hefur ástandið í heiminum haft mikil áhrif á litlu fyrirtækin í landinu og gæti salan verið betri. Þjóðin takmarkaði allar sínar verslunarferðir og reyndu þá frekar að fara í þær verslanir sem bjóða upp á stærra vöruúrval. Okkur fannst því tilvalið að bjóða okkar stóra hópi af góðum núverandi og tilvonandi viðskiptavinum, að nálgast vörurnar okkar í öllum Hagkaups verslunum. Handgerðar macarons er þar á meðal og eru ótrúlega vinsælar, sem og aðrir réttir sem við bjóðum upp á“.

 

Aldrei verið eins einfalt að panta sér mat á netinu
Stelpurnar segjast finna fyrir mikilli aukningu hjá fólki að grípa með sér tilbúnar vörur eða fá heimsendingu, enda séu ákveðin þægindi í því fyrirkomulagi sem fólk sækist í. „Við teljum samkomutakmarkanirnar hafi að mörgu leiti verið „eye opening” fyrir veitingargeirann, bara frá okkar reynslu var alltaf endalaust vesen ef viðskiptarvinur óskaði eftir að taka matinn með sér í take away. Á flestum veitingarstöðum sem við höfum unnið á var það alltaf sama sagan, einhvern veginn gleymdist alltaf að huga að valmöguleika fyrir take away. Aldrei réttu umbúðir til staðar þegar þess þurfti, en núna hafa flest fyrirtæki aðlagast nýjum tímum. Þessu fylgja þó bæði kostir og gallar eins og flest öllu. Teljum við það vera mikilvægt að fyrirtæki hugi að þeim umhverfisáhrifum sem einnota umbúðir geta haft á umhverfið okkar. Með því sögðu er gífurlega mikilvægt að fyrirtæki velji umbúðir sem ekki hafa neikvæð áhrif á umhverfið“.

Fólk á öllum aldri sem og fyrirtæki, helstu viðskiptavinir MOON
Það eru ótrúlegur fjöldi viðskiptavina sem verslar við MOON og er hann rosalega fjölbreyttur viðskiptahópur. Fólk á öllum aldri bæði konur og karlar nýta sér þá þjónustu sem MOON býður upp á. „Fyrirtæki bæði stór sem smá eru einnig frekar dugleg að hafa samband við okkur og nýta sér þá þjónustu sem við bjóðum til fyrirtækja. Stór hópur okkar viðskiptavina eru búsettir á landsbyggðinni og er gífurleg mikil sala á sælkera gjafavörum okkar þar. Þar sem önnur okkar af eigendunum hún Sóley Rós er fædd og uppalin í Búðardal, höfum við náð að byggja upp gott samband og eigum trausta viðskiptavini sem eiga í reglulegum viðskiptum við MOON. Við erum rosalega þakklátar fyrir alla okkar viðskiptavini sem við höfum eignast á árinu 2020 og spenntar að fá enn fleiri í hópinn og komandi tímum“, segja stelpurnar.

Umhverfisvæn stefna hjá fyrirtækinu
Markmið fyrirtækisins er að finna bæði umhverfisvænar og íslenskar lausnir í framleiðslu og umbúðum. „Umhverfisvæn stefna er auðvitað hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í landinu og þar pössum við að velja frekar umhverfisvænari valkostinn, t.d þegar kemur að umbúðum. Mikill metnaður og tími hjá okkur fer í hönnun á okkar vörum og að því sögðu, veljum við íslenska framleiðslu fram yfir innflutt úr því sem boðið er upp á. Útlit umbúða spilar stóran þátt í hvernig neytandi ákveður hvaða vöru hann kaupir og hönnum við okkar vörur með því hugarfari hvernig neytandinn notar vöruna og fyrir hvað. Við seldum til dæmis lúxus boxið sem innihélt tuttugu og fimm stykki af ómótstæðilegu sörunum okkar í umbúðum sem tilbúnar voru fyrir viðskiptavini til að gefa sem gjöf. Við leggjum okkur fram í að hanna stílhreinar, einfaldar og fallegar umbúðir fyrir okkar viðskiptavini“, segja þær Sóley Rós og Árdís Eva.

Einhver lokaorði? „Við verðum eiginlega að enda á því að okkur finnst ótrúlega gaman að monta okkur af því að við erum tvær ungar konur í þessum bransa sem eiga og rekum okkar fyrirtæki 100%“, segja þær vinkonur sem láta ekkert stoppa sig.

Hversu fullkomið er að gæða sér á þessum jarðarberjum á …
Hversu fullkomið er að gæða sér á þessum jarðarberjum á Valentínusardaginn. mbl.is/MOON veitingar
Vinsælu macaronurnar frá stelpunum og fást í verslunum Hagkaupa.
Vinsælu macaronurnar frá stelpunum og fást í verslunum Hagkaupa. mbl.is/MOON veitingar
Sörurnar seljast upp fyrir hver jólin - enda ekki bara …
Sörurnar seljast upp fyrir hver jólin - enda ekki bara fallegar, heldur smakkast þær líka ómótstæðilega vel. mbl.is/MOON veitingar
Smárétti af ýmsum toga má panta fyrir veisluna hjá MOON.
Smárétti af ýmsum toga má panta fyrir veisluna hjá MOON. mbl.is/MOON veitingar
Sóley Rós og Árdís Eva eru stofnendur og eigendur MOON …
Sóley Rós og Árdís Eva eru stofnendur og eigendur MOON veitinga ehf. mbl.is/MOON veitingar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert