Nýjasta æðið í mat kemur á óvart

Nýjasta æðið eru maís-rif bökuð í ofni.
Nýjasta æðið eru maís-rif bökuð í ofni. Mbl.is/Monmackfood/TikTok

Marg­ir deila feta-pasta upp­skrift­inni sem virðist vera það heit­asta í eld­hús­um lands­ins þessa dag­ana. En hér kynn­um við al­veg nýtt mat­artrend eða maís-rif.

Hún kall­ar sig Mon Mack á TikT­ok og kem­ur frá Ástr­al­íu – en kona þessi deildi geggjaðri upp­skrift sem inni­held­ur maís­stöngla sem krefjast lít­ill­ar fyr­ir­hafn­ar og tek­ur stutta stund að fram­reiða. Og út­kom­an verður stór­kost­legt maís-rif til að narta í.

Nýjasta æðið í mat kemur á óvart

Vista Prenta

Stór­kost­leg maís-rif

  • Maís­stöngl­ar
  • Cum­in
  • Malað kórí­and­er
  • Sætt og reykt paprikukrydd
  • Tur­meric
  • Hrein jóg­úrt
  • Salt og olía

Aðferð:

  1. Skerið end­ana af stöngl­un­um og hitið í ör­bylgju í 30 sek­únd­ur (með grænu blöðunum utan um).
  2. Hitaðu ofn­inn á 220°.
  3. Skerið stöngl­ana í fjóra strimla.
  4. Blandið öll­um krydd­un­um sam­an í skál. Setjið striml­ana í stóra skál og dreifið olíu yfir. Hellið því næst krydd­blönd­unni yfir og blandið vel sam­an.
  5. Leggið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og eldið í 25-30 mín­út­ur.
  6. Hellið smá hreinni jóg­úrt yfir sem dress­ingu og stráið jafn­vel smá vor­lauk yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert