Nú fæst Smarties sem súkkulaðiplata

Þrjú ný Smarties súkkulaðistykki eru komin á markað og það …
Þrjú ný Smarties súkkulaðistykki eru komin á markað og það í endurvinnanlegum umbúðum. mbl.is/Nestle

Við tök­um alltaf nýj­um súkkulaðifrétt­um fagn­andi – og það munu sann­ir Smarties aðdá­end­ur líka gera í þessu til­viki, því nýtt súkkulaðistykki er komið á markað.

Hér erum við að sjá þrjú ný súkkulaðistykki sem inni­halda Smarties, eða mjólk­ursúkkulaði, hvítt súkkulaði og það þriðja með app­el­sínu­bragði. Í raun eru þetta súkkulaðiplöt­ur sem inni­halda mikið magn af upp­á­halds sæl­gæt­inu okk­ar frá barnæsku.

Súkkulaðiplöt­urn­ar eru um 90 grömm hver og koma í end­ur­vinn­an­leg­um papp­írsum­búðum. Í apríl mánuði á þessu ári er gert ráð fyr­ir að all­ar Smarties umbúðir sem sett­ar eru á markað í Bretlandi, verði orðnar end­ur­vinn­an­leg­ar - sem eru góðar frétt­ir. En stefn­an er að breyta öll­um umbúðum, eða rétt um 250 millj­ón­ir umbúða sem seld­ar eru áru hvert á heimsvísu.

mbl.is/​Nestle
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert