Borðaði samloku á hverjum degi í mánuð

Myndir þú borða samloku með flögum sem álegg?
Myndir þú borða samloku með flögum sem álegg? Mbl.is/@BenTaylorson/Twitter

Þegar val­kvíðinn hell­ist yfir þig til að finna út hvað eigi að vera í mat­inn. Þá er til fólk sem skor­ar á sjálft sig með ótrú­leg­ustu hluti – og auðveld­ar þannig hlut­ina.

Þetta hófst allt með því þegar bóka­vörður að nafni Ben Tayl­or­son, átti erfitt með að ákveða há­deg­is­mat­inn á dag­inn og deildi mynd af sam­loku á Twitter. Ben fékk gagn­rýni frá vini sem þótti ekki mikið til sam­lok­unn­ar koma, svo hann skoraði því á sig sjálf­an að borða sam­loku á hverj­um degi í mánuð, þá alltaf með mis­mun­andi áleggj­um. Og ekk­ert venju­leg­um áleggj­um, því oft­ar en ekki sjá­um við flög­ur á sam­lok­un­um ásamt öðrum hrá­efn­um sem fær okk­ur til að gapa. Hann setti til að mynda T-bone steikar­flög­ur á eina sam­lok­una ásamt tveim­ur ostsneiðum, súrsuðum gúrk­um, tóm­atsósu og am­er­ísku sinn­epi – en þessa sam­loku kallaði hann „sig­ur­veg­ara“, svo ánægður var hann með hana.

Ben mæl­ir einnig með að nota pip­ar­rót­arsósu, lauk­hringi og rjóma­ost til að lífga upp á flata loku. Eins má setja tortilla flög­ur, salsa, rif­inn ost, jalapenjó og sýrðan rjóma – fyr­ir mexí­kóska stemn­ingu.

Girnilegt? Dæmi hver fyrir sig.
Girni­legt? Dæmi hver fyr­ir sig. Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Ótrúlegar samsetningar á hráefnum.
Ótrú­leg­ar sam­setn­ing­ar á hrá­efn­um. Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
Mbl.is/@​BenTayl­or­son/​Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert