Læknirinn stal uppskrift frá Fjallkonunni

Ragnar Freyr Ingvarsson.
Ragnar Freyr Ingvarsson. Eggert Jóhannesson

Rétti­lega ætti orðið að stela í fyr­ir­sögn­inni að vera í gæsa­löpp­um enda hér á ferðinni æðsta viður­kenn­ing sem veit­ingastaður get­ur fengið. Sjálf­ur Lækn­ir­inn í eld­hús­inu var svo heillaður af lamba-chermoula-rétt­in­um sem hann pantaði á Fjall­kon­unni að hann lagðist yfir bæk­ur til að gera sína eig­in upp­skrift sem líkt­ist sem mest rétt­in­um á Fjall­kon­unni.

Sjálf­ur grín­ast Ragn­ar með að þetta sé snar­stol­in upp­skrift en hvaða upp­skrift er það ekki!

„Fyr­ir tveim­ur vik­um skrapp ég í há­deg­is­verð á Fjall­kon­una niðri í miðbæ. Átti góðan fund með tveim­ur koll­eg­um þar sem við fór­um yfir verk­efni kom­andi miss­era. Pantaði rétt, lamba-chermoula, með öllu til­heyr­andi og varð al­veg orðlaus. Hann var al­gert sæl­gæti. Svo góður, að ég setti um leið mynd upp í sam­fé­lags­miðlaskýið, mér til áminn­ing­ar að reyna við mína eig­in út­gáfu síðar. Og liðna helgi gerði ég mína eig­in upp­skrift.

Mat­seðill­inn á Fjall­kon­unni var auðvitað til hliðsjón­ar en auðvitað þurfti ég að skoða ólík­ar upp­skrift­ir af chermoula, sem er krydd­mauk eða marín­er­ing frá Norður-Afr­íku og kem­ur víða fyr­ir í upp­skrift­um frá Tún­is, Als­ír, Mar­okkó og Líb­íu. Mín upp­skrift er sam­suða úr nokkr­um ólík­um átt­um.

Þessi upp­skrift inni­held­ur þó nokk­urn fjölda hrá­efna  sem eru elduð hvert í sínu lagi  og eng­in þeirra eru sér­stak­lega flók­in. Þetta var góður sunnu­dag­ur í eld­hús­inu.“

Læknirinn stal uppskrift frá Fjallkonunni

Vista Prenta

Stolið sæl­gæti  Lamba-chermoula með poppuðum kjúk­linga­baun­um, grilluðum kúr­bít, furu­hnet­um, granatepli og hvít­laukskremi

Fyr­ir sex

  • 1200 g lambamjaðmasteik (efri part­ur­inn af lamba­lær­inu  eins mætti úr­beina lamba­læri)
  • 1 poki regn­bogagul­ræt­ur
  • 5 msk jóm­frúarol­ía
  • 1/​2 krukka mar­okkósk harissa frá Krydd­hús­inu
  • 1 tsk. ras el hanout frá Krydd­hús­inu
  • 1 tsk. papríku­duft
  • 2 msk. hun­ang
  • 1 msk. srirachasósa
  • 1/​2 chili­duft
  • safi úr límónu
  • salt og pip­ar
Aðferð: Fyrstu skref­in eru ein­föld. Bara blanda sam­an öll­um hrá­efn­um í skál og hræra jóm­frúarol­íu og límónusafa sam­an við. Nudda svo í kjötið. Ég lét það svo standa við her­berg­is­hita í klukku­stund.

Hitaði olíu í pönnu og brúnaði kjötið að utan. Lét það síðan í eld­fast mót ásamt flysjuðum regn­bogagul­rót­um og setti í 150 gráða for­hitaðan ofn. Stakk hita­mæli í kjötið og lét það fara í 54-56 gráður í kjarn­hita.

Hvít­laukskrem

  • 150 ml feit­ur sýrður rjómi
  • 50 ml nýmjólk
  • 3 hvít­lauksrif
  • 1 tsk hun­ang
  • safi úr hálfri límónu
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hvít­laukskremið er svo ein­falt að það hálfa væri nóg. Gald­ur­inn er að nota feit­an sýrðan rjóma, setja í skál, blanda maukuðum hvít­laukn­um sam­an við, sem og hun­angi, límónusafa og mjólk­urskvettu. Smakka til með salti og pip­ar. Láta standa í kæli.

Chermoula-krydd­mauk

  • 200 ml jóm­frúarol­ía
  • 1 búnt stein­selja
  • 1 búnt kórí­and­er
  • 1 msk. brodd­kúmen (kummín)
  • 1 msk. kórí­and­er
  • 1 msk. papriku­duft
  • 1 stór skalott­lauk­ur
  • 4 hvít­lauksrif
  • 4 msk. rús­ín­ur
  • safi úr límónu
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Chermoula er krydd­mauk sem er fljót­legt að út­búa. Byrjaði á því að þurrrista krydd­in á pönnu og færa svo yfir í mat­vinnslu­vél. Þá bætti ég við skalottu­laukn­um, hvít­laukn­um, fersku krydd­un­um, safa úr límónu, rús­ín­um, og svo jóm­frúarol­íu. Saltið og piprið eft­ir smekk.
  2. Meðlætið var ekki sér­lega flókið. Kúr­bít­ur­inn var skor­inn í hæfi­leg­ar sneiðar, velt upp úr hvít­lauk­sol­íu, saltaður og pipraður og svo eldaður á grill­inu.
  3. Kjúk­linga­baun­irn­ar voru skolaðar og látn­ar standa til að þorna. Steikt­ar upp úr heitri olíu og svo velt upp úr brodd­kúmeni, sítr­ónusafa og salti og pip­ar.
  4. Furu­hnet­urn­ar voru þurr­steikt­ar á pönnu og lagðar til hliðar.
  5. Granateplið er skorið í helm­inga og rauðu perlurn­ar sótt­ar með því að lemja á ávöxt­inn með skeið.
  6. Bulg­urið er soðið í kjúk­linga­soði, skv. leiðbein­ing­um á umbúðunum.
  7. Með matn­um nut­um við Masi Campofi­or­in frá 2017. Þetta vín er ósjald­an á borðum hjá okk­ur enda finnst mér það ljúf­fengt. Svo finnst mér ég ein­hvern veg­inn tengd­ur þess­um fram­leiðenda þar sem ég heim­sótti vín­ekruna í tengsl­um við sjón­varpsþætt­ina mína  Ferðalag bragðlauk­anna.
  8. Svo er bara að hlaða á disk­inn: Fyrst bulg­ur, svo niðursneitt lamba­kjöt, kúr­bít­ur og gul­ræt­ur, skreytt með chermoula og hvít­laukskremi. Furu­hnet­um, kjúk­linga­baun­um og granatepli sáldrað yfir.
  9. Þetta er svona máltíð þar sem hver munn­biti kem­ur á óvart. Endi­lega prófið þessa upp­skrift  al­gert sæl­gæti!
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert