McDonald's í nýjar umbúðir

Syndibitakeðjan McDonald's hefur fengið upplyftingu.
Syndibitakeðjan McDonald's hefur fengið upplyftingu. Mbl.is/McDonald's

Stærsta skyndibitakeðja heims hefur breytt umbúðum sínum til hins léttara – þar sem meðfædd gleði McDonald's skín í gegn.

Nýju umbúðirnar eru hannaðar af Pearlfisher sem voru spenntir fyrir tækifærinu að starfa með McDonald's – og leyfa hverjum og einum rétti að tala sínu máli á umbúðum sem eru litríkar og skrautlegar. Ostborgarinn er til dæmis kynntur með einni gulri rönd sem táknar ostinn, og eggjasamlokan með gulum hring sem á að vera merki fyrir eggjarauðuna – fiskiborgarinn hefur einnig fengið nýjar umbúðir í sægrænum lit með litlum öldum. Hér er haldið í einfaldleikann með því að notast við djarfa og sterka liti. Þess má einnig geta að keppinautur keðjunnar, Burger King, breytti líka nýverið umbúðum sínum í fyrsta sinn í 20 ár.

Þegar við loksins fáum að ferðast aftur er ekki ólíklegt að við munum njóta skyndibitans í nýjum litum – þar sem breytingarnar munu eiga sér stað á heimsvísu.

Mbl.is/McDonald's
Ostborgarinn er kynntur með einni gulri rönd sem táknar ostinn, …
Ostborgarinn er kynntur með einni gulri rönd sem táknar ostinn, og eggjasamlokan með gulum hring sem á að vera merki fyrir eggjarauðuna – fiskiborgarinn hefur einnig fengið nýjar umbúðir í sægrænum lit með litlum öldum. Mbl.is/McDonald's
Pakkningarnar fyrir frönsku kartöflurnar sýna kartöflustrá innan í pakkningunum.
Pakkningarnar fyrir frönsku kartöflurnar sýna kartöflustrá innan í pakkningunum. Mbl.is/McDonald's
Glasið fyrir McFlurry gefur okkur ákveðna mynd á hvernig tilfinningin …
Glasið fyrir McFlurry gefur okkur ákveðna mynd á hvernig tilfinningin sé að háma ísinn í sig. Mbl.is/McDonald's
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka