Bergsson sælkeraverslun opnar á Óðinsgötu

Sælkeraverslunin Bergsson er staðsett á Óðinsgötu 8b.
Sælkeraverslunin Bergsson er staðsett á Óðinsgötu 8b. mbl.is/Bergsson

Sælkeraverslunin Bergsson er á margra vörum þessa dagana, enda þykir maturinn þar með þeim betri í bænum – og þar er pestóið með ótvíræðan vinning. Hér er á ferð enn ein sælkeraverslun landsins sem slær í gegn.

Hvernig hljómar heit reykt andarbringa með gráðosti og bökuðum rauðrófum? Hvað með spínatlasagne, nautagúllas eða gulrótasúpa – ostar og hráskinka, sætkartöflusúpua og nýbakað brauð? Kannski kjúklingur í súrdeigsbrauðraspi með couscous-salati og ofnbakað eggaldin með lime og sumac? Svona gætum við haldið endalaust áfram því matseðillinn hjá Bergsson er ólýsanlega girnilegur. En þar fást líka aðrar krásir sem og pestó sem þykir það allra besta í bænum, en sögur fara af því að varan nái varla að stoppa í hillunum – svo ljúffengt er það.

Sælkeraverslunina Bergsson má finna í hjarta bæjarins, á Óðinsgötu 8b, þar sem áherslan er lögð á Miðjarðarhafsmatargerð. Hingað rata matgæðingar sem huga að gæðum umfram magni og vegan er þeim ofarlega í huga. Þú getur mætt með ílátið þitt undir hendi og keypt mat eftir vigt – hversu heimilislegt er það? 

Pestóið fer hratt í Sælkeraverslun Bergsson.
Pestóið fer hratt í Sælkeraverslun Bergsson. mbl.is/Bergsson
Ekta nautagúllas, spínatlasagna, gulrótasúpa, ostar og hráskinkur.
Ekta nautagúllas, spínatlasagna, gulrótasúpa, ostar og hráskinkur. mbl.is/Bergsson
Í sælkerabúð Bergsson má finna ýmsar kræsingar, þar á meðal …
Í sælkerabúð Bergsson má finna ýmsar kræsingar, þar á meðal ofboðslega gott pestó. mbl.is/Bergsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert