Lúxus forréttur - pönnusteikt hörpuskel

Lúxusréttur! Pönnusteikt hörpuskel með silkimjúku graskersmauki mætir frískandi grænum eplum …
Lúxusréttur! Pönnusteikt hörpuskel með silkimjúku graskersmauki mætir frískandi grænum eplum og kínóa. Mbl.is/Snorri Guðmundsson

Hér er létt­ur og fersk­ur for­rétt­ur sem gef­ur ekk­ert eft­ir að sögn Snorra Guðmunds hjá Mat­ur og mynd­ir. Þenn­an rétt berðu á borð þegar þú vilt gæla við bragðlauk­ana.

„Pönnu­steikt hörpu­skel með silkimjúku graskers­mauki mæt­ir frísk­andi græn­um epl­um og kínóa og mynd­ar æðis­lega bragðharmon­íu. Ég mæli með þess­um af full­um krafti,“ seg­ir Snorri. Upp­skrift­in er miðuð fyr­ir tvo, en sára­ein­falt er að skala upp­skrift­ina fyr­ir fleiri munna.

Lúxus forréttur - pönnusteikt hörpuskel

Vista Prenta

Lúx­us hörpu­skels for­rétt­ur fyr­ir tvo

  • Hörpu­skel frá Sæl­kera­fisk, 1 pakki
  • Grasker, 350 g (hýðið ekki talið með)
  • Hvít­lauk­ur, 2 rif
  • Grænt epli, ¼ stk
  • Kínóa, 0,5 dl
  • Stein­selja, 5 g
  • Smjör, 20 g

Aðferð:

  1. Vefjið hvít­laukn­um þétt inn í álp­app­ír með smá olíu og salti.
  2. Skerið grasker í bita og veltið upp úr smá olíu og salti. Dreifið grasker­inu yfir ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír og komið inn­pakkaða hvít­laukn­um líka fyr­ir á plöt­unni. Bakið í miðjum ofni í um 30 mín eða þar til graskerið er farið að taka lit og er mjúkt í gegn. Hrærið í þegar tím­inn er hálfnaður.
  3. Setjið 1 dl af vatni ásamt svo­litlu salti í lít­inn pott og náið upp suðu. Bætið kínóa út í og lækkið hit­ann svo það rétt kraumi í vatn­inu. Látið malla und­ir loki í 15 mín og takið þá af hit­an­um. Látið standa und­ir loki í 5 mín.
  4. Færið bakaða graskerið og hvít­lauk­inn í hent­ugt ílát ásamt 20 g af smjöri. Maukið með töfra­sprota þar til silkimjúkt pu­rée hef­ur mynd­ast. (Ef maukið er of þurrt má bæta við ögn meira af smjöri og mauka áfram). Smakkið til með salti og geymið und­ir loki þar til mat­ur­inn er bor­inn fram.
  5. Skerið ¼ grænt epli í litla bita og saxið stein­selju. Hrærið epla­bit­um og stein­selju sam­an við soðið kínóa. Þetta skref er best að gera rétt áður en mat­ur­inn er bor­inn fram svo eplið hald­ist sem fersk­ast.
  6. Þerrið hörpu­skel­ina vel með eld­húspapp­ír. Ekki salta hörpu­skel­ina fyrr en rétt áður en hún er sett á pönn­una.
  7. Setjið viðloðun­ar­fría pönnu á háan hita. Bætið 2 msk af olíu út á pönn­una þegar pann­an er orðin sjóðheit.
  8. Bætið hörpu­skel út á pönn­una en hafið gott bil á milli bit­anna. Steikið í 1,5-2 mín og snúið þá við og steikið í 1-1,5 mín til viðbót­ar. Bætið smjörklípu út á pönn­una þegar hörpu­skel­inni er snúið og dreipið smjör­inu yfir bit­ana á meðan hörpu­skel­in eld­ast.
  9. Skiptið graskers pu­rée á milli diska og toppið með kínóa og epl­um. Raðið hörpu­skel­inni fal­lega yfir, skreytið með stein­selju og berið fram strax.
Mbl.is/​Snorri Guðmunds­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert