Bolli frá Royal Copenhagen í takmörkuðu magni

Nýr thermo-bolli er væntanlegur frá Royal Copenhagen sem kemur í …
Nýr thermo-bolli er væntanlegur frá Royal Copenhagen sem kemur í takmörkuðu upplagi. Mbl.is/Royal Copenhagen

Þú þarft að vera snar í snún­ing­um ef þú vilt ná þér í einn eft­ir­sótt­asta bolla frá Royal Copen­hagen – því hann kem­ur í tak­mörkuðu magni.

Boll­inn sem um ræðir er sér­stök út­gáfa af thermo-bolla með mávastells­munstri. Þar sem gam­alt klass­ískt munst­ur mæt­ir nú­tíma­bolla, en slík­ur bolli hef­ur verið til sölu áður, eða fyr­ir tíu árum síðan og seld­ist þá hratt upp. Eft­ir það hafa boll­arn­ir gengið kaup­um og söl­um á net­inu. Nýji boll­inn er prýdd­ur gull­rönd á kant­in­um og tveir máv­ar sjást fljúg­andi, en fyrri boll­inn var ein­ung­is með ein­um máva.

Mávastellið er upp­haf­lega teiknað af Fanny Garde fyr­ir Bing & Grøndahl, allt aft­ur til árs­ins 1895. En það var árið 2011 sem fram­leiðslu á stell­inu var hætt - því er enn meiri eft­ir­spurn í að festa fing­urn­ar í nýj­um bolla. Og það gæti borgað sig að ná ein­taki, því boll­inn kostaði um 8.000 krón­ur fyr­ir tíu árum síðan og árið 2015 fóru fjór­ir boll­ar á upp­boði fyr­ir hvorki meira né minna en 170 þúsund krón­ur.

Hið klassíska og undurfagra mávamunstur prýðir bollann.
Hið klass­íska og und­urfagra mávamunst­ur prýðir boll­ann. Mbl.is/​Royal Copen­hagen
Mbl.is/​Royal Copen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert