Tíu forkunnarfagrar borðstofur

Forstofur eru misstórar og geta verið allskonar - hér eru …
Forstofur eru misstórar og geta verið allskonar - hér eru nokkrar til innblásturs. mbl.is/Pinterest

Borðstof­an er einn mik­il­væg­asti sam­komu­staður heim­il­is­ins þar sem fjöl­skylda og vin­ir koma sam­an yfir mat og drykk. Því er full ástæða til að haga borðstof­unni þannig að hún sé aðlaðandi og nota­leg að vera í.

Þegar borðstof­an er ann­ars veg­ar er að mörgu að hyggja. Við þurf­um að taka mið af borðstofu­borðinu, hversu stórt á það að vera og stól­arn­ir eru ekki síður mik­il­væg­ir – þeir verða að vera þægi­leg­ir að sitja í. Eins hvaða aðra inn­an­stokks­muni við vilj­um hafa í kring, og hvaða lit­ur á að vera á veggj­un­um! Það er að mörgu að huga og alls ekki auðvelt að klóra sig fram úr. Borðstof­ur eru mis­stór­ar og það er næst­um aug­ljóst að ef þú hef­ur rýmið, þá er stórt borð alltaf málið. Nú ef borðstof­an er í minni kant­in­um ætt­irðu kannski að íhuga hring­borð sem fylla ekki eins mikið og önn­ur sem eru fer­köntuð.

Hér fyr­ir neðan höf­um við tekið sam­an nokkr­ar mynd­ir sem gætu veitt inn­blást­ur í borðstofupæl­ing­ar, hvort sem þú vilt aðeins breyta til eða ert að fara að inn­rétta al­veg frá grunni.

Langborð er frábært í stórum rýmum og rúmar marga gesti.
Lang­borð er frá­bært í stór­um rým­um og rúm­ar marga gesti. mbl.is/​Pin­t­erest
Hringlaga borð henta vel í minni rýmum, en auðvelt er …
Hring­laga borð henta vel í minni rým­um, en auðvelt er að raða mörg­um til borðs. mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is/​Pin­t­erest
Litaval á veggjum getur miklu breytt.
Lita­val á veggj­um get­ur miklu breytt. mbl.is/​Pin­t­erest
Hér er sófi upp við vegginn sem gefur hlýlega stofustemningu …
Hér er sófi upp við vegg­inn sem gef­ur hlý­lega stofu­stemn­ingu við borðstofu­borðið. mbl.is/​Pin­t­erest
Skemmtlegt er að raða margskonar borðstofustólum við borðið.
Skemmt­legt er að raða margskon­ar borðstofu­stól­um við borðið. mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is/​Pin­t­erest
Sniðugt er að nota bekk öðru megin við borðstofuborðið - …
Sniðugt er að nota bekk öðru meg­in við borðstofu­borðið - það bæði létt­ir á ásýnd sem og nýt­ir plássið bet­ur. mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka