Lúxushótel með öllu inniföldu fyrir ferfætlinga

Lúxushótel hefur opnað fyrir hunda í Kaliforníu.
Lúxushótel hefur opnað fyrir hunda í Kaliforníu. Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM

Fyrsta lúx­us­hót­el fyr­ir hunda hef­ur litið dags­ins ljós og það býður upp á allt það sem okk­ur mann­fólkið dreym­ir um og meira til.

Noble Dog Hotel er 58 her­bergja hót­el staðsett í Suður-Kali­forn­íu og býður upp á tví­breið rúm, sjón­varp og her­berg­isþjón­ustu – og get­ur tekið á móti 100 gest­um (hund­um) yfir nótt. Eins er heilsu­lind á hót­el­inu sem býður upp á nudd og dek­ur, og bíl­stjóri sem ferj­ar voff­ana á milli með stæl. Hér kost­ar stand­ard-her­bergi um sjö þúsund krón­ur á meðan svít­urn­ar eru á 11 þúsund krón­ur nótt­in. Tví­breiðu rúm­in er að finna í svít­un­um ásamt nær­ing­ar­rík­um mat sem sam­an­stend­ur af eggj­um, borg­ara og pönnu­kök­um.

Öll her­berg­in eru búin mynda­vél­um sem eig­end­ur hund­anna hafa aðgang að og geta fylgst með gælu­dýr­inu sínu njóta lífs­ins all­an sól­ar­hring­inn. Eig­end­ur geta einnig stillt sjón­vörp­in í her­bergj­un­um í gegn­um netið og ráðið hvaða sjón­varps­efni þau vilji að voff­inn horfi á.

Þessi ein­staka upp­lif­un kem­ur frá at­vinn­u­golfara að nafni Jen Hannah, sem var ekki sátt við að skilja hund­inn sinn eft­ir í venju­legri hunda­gæslu þegar hún hafði þörf fyr­ir pöss­un yfir nótt. Hún seg­ir það mik­il­vægt fyr­ir hunda­eig­end­ur að geta fylgst með hund­un­um sín­um á meðan þeir eru í burtu. Jen hef­ur plön um að opna annað hót­el fljót­lega þar sem vin­sæld­irn­ar eru eft­ir því.

Hægt er að fá tvíbreið rúm í svítunum sem kosta …
Hægt er að fá tví­breið rúm í svít­un­um sem kosta um 11 þúsund krón­ur nótt­in. Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM
Næringarríkur matur er á boðstólnum fyrir alla gesti hótelsins.
Nær­ing­ar­rík­ur mat­ur er á boðstóln­um fyr­ir alla gesti hót­els­ins. Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM
Það er grínlaust heilsulind á hótelinu þar sem hundurinn þinn …
Það er grín­laust heilsu­lind á hót­el­inu þar sem hund­ur­inn þinn get­ur fengið nudd. Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM
Mbl.is/ Noble Dog Hotel / SWNS.COM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert