Fann peninga í þurrkaranum

Það ættu allir að skoða þurrkarann sinn vandlega áður en …
Það ættu allir að skoða þurrkarann sinn vandlega áður en honum er hent eða skipt út. mbl.is/

Þú skalt lesa þig í gegn­um þessa grein ef þú ert í hug­leiðing­um með að skipta út þurrk­ar­an­um á heim­il­inu – þú gæt­ir orðið ör­lítið efnaðri fyr­ir vikið.

Það er ótrú­legt hvað get­ur leynst á hinum ýmsu stöðum á heim­il­inu. Marg­ir kann­ast ef­laust við að lyfta upp sess­un­um í stofu­sóf­an­um og finna ótrú­leg­ustu hluti sem hafa verið geymd­ir og gleymd­ir í ein­hvern tíma. Það sama gild­ir um þurrk­ar­ann! Svo ef þú hef­ur hug á að skipta út þurrk­ar­an­um þínum, þá skaltu tékka á þessu áður en þú hend­ir hon­um út eða sel­ur áfram til annarra.

Kona nokk­ur frá Ohio deildi því á sam­fé­lags­miðlum er hún var að losa sig við gaml­an þurrk­ara sem var hætt­ur að virka. Hún opnaði hann og tók hálfpart­inn í sund­ur er ger­sem­arn­ir komu í ljós. Þar fann hún mikið af smá­pen­ing­um, penn­um, rusli og heil­mikið af seðlum sem voru í góðu ásig­komu­lagi og því full­kom­lega not­hæf­ir. Fólki þótti mikið til koma í komm­enta­kerf­inu og sagðist ætla að skoða þurrk­ar­ana sína nú þegar. Ein­hver kastaði fram spurn­ingu um hvar all­ir sokk­arn­ir væru, því eins og flest okk­ar vita, þá virðast þeir hverfa á mjög und­ar­leg­an máta og aldrei finn­ast.

Mörgum yrði brugðið að sjá allt það dót sem getur …
Mörg­um yrði brugðið að sjá allt það dót sem get­ur leynst inni í göml­um þurrk­ara. Mbl.is/ Face­book/​Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka