Ketógrjónagrauturinn sem bragðast eins og sælgæti

Ljósmynd/Hanna Þóra

Það verður að viður­kenn­ast að þessi grjóna­graut­ur er með þeim girni­legri sem sést hafa og ekki spill­ir fyr­ir að hann inni­held­ur afar lítið af kol­vetn­um.

Það er Hanna Þóra sem á heiður­inn af upp­skrift­inni en hún er flinkari en flest­ir í ketó­fræðum og því get­um við gull­tryggt þessa upp­skrift. Að auki tek­ur mjög stutta stund að búa graut­inn til sem er alltaf bón­us!

Ketógrjónagrauturinn sem bragðast eins og sælgæti

Vista Prenta

Ketógrjóna­graut­ur

Graut­ur  magn fyr­ir 2-3

  • 1 pakki Bar­eNa­ked konjac-grjón
  • 3 msk. chia­fræ
  • 3 dl. rjómi
  • 1 tsk. salt (má vera meira)
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 2 tsk. ketóvæn sæta t.d. et­hrytol/​stevía

Hug­mynd­ir að toppi

  • Kanill
  • Strá­sæta
  • Syk­ur­laus sulta
  • Möndlu­f­lög­ur

Aðferð:

  1. Setjið 2 dl af rjóma í miðlungs­stór­an pott og bætið chia­fræj­um, salti, vanillu­drop­um og sætu út í.
  2. Skolið Bar­ena­ked-hrís­grjón­in und­ir köldu vatni og setjið út í pott­inn þegar rjóm­inn er orðinn vel þykk­ur.
  3. Hrærið sam­an í tvær mín­út­ur og berið svo fram með kanil, upp­á­halds­berj­un­um eða góðri sultu.
  4. Grjón­in sjálf draga mjög lítið af vökva í sig og því er mik­il­vægt að leyfa rjóma­blönd­unni með chia­fræj­un­um að vera und­ir­staðan og bæta grjón­un­um út í upp á fyll­ingu.
Ljós­mynd/​Hanna Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert