Þess vegna skaltu þrífa hárbustann

Hefur þú þrifið hárburstann þinn?
Hefur þú þrifið hárburstann þinn? Mbl.is/Getty

Þó að þú þvoir ekki hárið í einhverja daga hugsarðu væntanlega ekki út í að þrífa hárburstann – sem þú ættir eflaust að gera.

Samkvæmt TikTok-aranum Jessicu Haizman ættum við að þrífa burstana okkar í það minnsta aðra hverja viku. Hún birti myndskeið af því þegar hún setur burstana í bað og vatnið sem eftir situr er vægast sagt girnilegt.

Hún byrjar á því að losa öll hárin úr burstanum, síðan setur hún hárburstana í vaskinn og fyllir af heitu vatni. Þá bætir hún við 1 dl af lyftidufti og sprautar smá sjampói yfir – nuddar því næst blöndunni létt inn í burstana og lætur standa í 5 mínútur. Eftir það skolar hún burstana undir köldu vatni og lætur þorna. Vatnið sem eftir situr er gruggugt og sýnir svart á hvítu hversu skítugir hárburstarnir okkar eru. Því Jessica segist hvorki nota þurrsjampó né mikið af öðrum efnum í hárið, og því sé útkoman sláandi eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka