Þrífur húsið heima hjá fyrrverandi

mbl.is/Shutterstock

Hvað myndi þér finn­ast um að fyrr­ver­andi kær­asta maka þíns kæmi heim og þrifi húsið á meðan þið væruð ekki heima? Svona at­vik átti sér stað og all­ir mjög sátt­ir við verkið.

Hún heit­ir Auri Kat­ari­ina og er frá Finn­landi – hún elsk­ar að þrífa og þá sér­stak­lega heim­ili sem eru hauga­skít­ug. Hún er með 1,8 millj­ón fylgj­end­ur á TikT­ok þar sem hún sýn­ir alls kyns þrifráð og kall­ar sig þá bestu í þrif­um í öll­um heim­in­um. Hún býður sig oft­ar en ekki fram í sjálf­boðastörf og þrif eru ein af þeim. Hún byrjaði að þrífa um ferm­ingu og þreif mikið heima hjá fjöl­skyldu og vin­um, en hver jól gaf hún þeim gjafa­kort upp á þrif í gjöf. Hún seg­ir jafn­framt að þegar hún hef­ur lokið við að þrífa heima hjá öðrum vilji hún hraða sér út, því þá sé hún orðin leið á heim­il­inu. Henni finnst einnig leiðin­legt að þrífa heima hjá sjálfri sér, því þar sé ekki nægi­lega óhreint.

Auri hef­ur til að mynda þrifið heim­ilið fyr­ir fyrr­ver­andi kær­asta sinn sem dvaldi á meðan í róm­an­tísku ferðalagi með nýju kær­ust­unni. Hún hef­ur einnig sýnt töfra sína á tind­er-stefnu­móti þar sem maður­inn (deitið henn­ar) tók at­vikið upp á víd­eó. Auri hef­ur fengið beiðnir frá fólki í Indlandi, Fil­ipps­eyj­um og Banda­ríkj­un­um um að koma og þrífa hús­in þeirra sem hún von­ast til að geta gert í framtíðinni – að ferðast um og þrífa.

Auri Katariina kemur frá Finnlandi og er hugfangin af þrifum.
Auri Kat­ari­ina kem­ur frá Finn­landi og er hug­fang­in af þrif­um. Mbl.is/ @aurikat­ari­ina/​Jam Press
Mbl.is/ @aurikat­ari­ina/​Jam Press
Mbl.is/ @aurikat­ari­ina/​Jam Press
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert