Leyniuppskriftin að samlokunni sem þjóðin elskaði

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is er hér búin að full­komna eina al­ræmd­ustu sam­loku síðari ára og kokteilsósu­upp­skrift­ina sem þykir sú allra allra allra besta.

Hver man ekki eft­ir sveittri sam­loku sem búið var að hita í pok­an­um í ör­bylgju­ofni? Þetta þótti það allra besta hér áður fyrr og þykir reynd­ar enn.

„Maður hefði haldið þetta væru eng­in stjarn­vís­indi, ost­ur og kokteilsósa á brauð og inn í ör­bylgju­ofn. Ónei….svo ein­falt er það ekki og það hef­ur reynst þraut­inni þyngra að þróa hina einu réttu „leyni-kokteilsósu“. Eft­ir ansi marg­ar kokteilsósu­hrær­ing­ar með hinum og þess­um út­færsl­um hér heima eft­ir punkta frá fyrr­um eig­anda, syst­ur hans, fyrr­um starfs­manni og fleir­um við hönd, kom ábend­ing úr óvæntri átt frá bekkjar­syst­ur minni úr Való sem hafði unnið í Skara­skúr og hrært í sós­una frægu. Sú ábend­ing leiddi mig að hinni einu sönnu blöndu sem var, þegar öllu var á botn­inn hvolft, maj­ónes og rautt rel­ish! En hvað er rautt rel­ish eig­in­lega?

Ég var búin að vera að þróa kokteilsósu með grænu rel­ish og öðru gúmelaði og hún var nú kom­in ansi ná­lægt hinni einu sönnu en þegar ég fékk þess­ar upp­lýs­ing­ar var haf­ist handa við að finna rautt rel­ish. Ég keyrði um bæ­inn þver­an og endi­lang­an og rautt rel­ish var til í Fjarðar­kaup­um. Það smakkaðist vel með maj­ó­inu og náði að líkj­ast sam­lok­unni í denn upp að ákveðnu marki en ekki al­veg upp á 10……svo ég ákvað að gúgla aðeins bet­ur allt sem ég gæti um rautt rel­ish. Á sín­um tíma var nefni­lega ekk­ert mikið verið að nota jalapeño eða slíkt (sem er í þessu frá Fjarðar­kaup) og komst ég að því að ýmis rauð rel­ish eru fram­leidd. Ég hugsaði því aft­ur til 1990-ish og hvað væri lík­legt að hefði verið til á þeim tíma og klass­ískt „Hamburger rel­ish“ finnst mér lík­leg­ast. Slíkt hef ég ekki fundið hér­lend­is en auðvitað fann ég „copycat“-upp­skrift af slíku á net­inu sem ég út­færði og bjó þannig til mitt eigið ham­borg­ara-rel­ish. Eft­ir nokkr­ar próf­an­ir á því í bland við Hell­mann’s varð ég sátt og hér fáið þið að mínu mati það sem kemst næst því að vera gamla góða SVINDL-sam­lok­an af Nes­inu!“ seg­ir Berg­lind.

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir

Leyniuppskriftin að samlokunni sem þjóðin elskaði

Vista Prenta

SVINDL-sam­loka

Sam­setn­ing

  • 2 frans­brauðsneiðar
  • Ost­ur
  • Leyni-kokteilsósa

Leyni-kokteilsósa upp­skrift

Upp­skrift dug­ar í um 10 sam­lok­ur

  • 150 g Hell­mann‘s-maj­ónes
  • 50 g rautt rel­ish (sjá upp­skrift)

Rautt rel­ish

  • 50 g grænt gúrkurel­ish á flösku
  • 60 g tóm­atsósa
  • 1 tsk. grillaðar paprik­ur (úr krukku)
  • ½ tsk. papriku­duft
  • ½ tsk. hvít­lauks­duft
  • ½ tsk. lauk­duft
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. kanill
  • ¼ tsk. hvít­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Saxið grilluðu paprik­urn­ar al­veg niður í mauk og blandið síðan öll­um hrá­efn­un­um sam­an í skál.
  2. Blandið síðan rétt­um hlut­föll­um sam­an við Hell­mann’s-maj­ónesið og smyrjið á frans­brauðið.

Ég prófaði líka í staðinn fyr­ir að nota tóm­atsósu að blanda 60 g af tóm­at-paste sam­an við eina mat­skeið af sykri og eina te­skeið af hvít­vín­se­diki en út­kom­an varð mjöööög svipuð svo ég ákvað að ein­falda þetta aðeins fyr­ir ykk­ur!

Varðandi frans­brauðið þá ætlaði ég að fara að kaupa brauð í baka­ríi en þá var mér bent á að slíkt hefði verið allt of dýrt á þess­um tíma og aðeins not­ast við hvítt Myllu-sam­loku­brauð úr Bón­us svo að sjálf­sögðu keypti ég það!

Það sem ger­ir gæfumun­inn er síðan að hita sam­lok­una í sam­loku­poka svo hún verði sveitt og djúsí, al­veg eins og hún var í Skara­skúr. Ég fann sam­loku­poka með „zip lock“ sem voru full­komn­ir í verkið. Hit­inn hins veg­ar magn­ast inni í pok­an­um og sam­loku­pok­ar al­mennt ekki gerðir til að fara í ör­bylgju­ofn svo hver og einn þarf aðeins að læra á sinn ofn hvað þetta varðar. Ég setti á næst­lægstu still­ingu (med-low) á mín­um ofni og hitaði sam­lok­una í 30 sek­únd­ur. Eft­ir 15 sek­únd­ur sneri ég pok­an­um og kláraði seinni 15 sek­únd­urn­ar og þetta var al­veg full­komið! Ég myndi eig­in­lega segja að þegar pok­inn fer að blása út er sam­lok­an klár.

Ég fann þessa poka í Krón­unni og fannst þeir full­komn­ir í verkið (prófaði nokkr­ar teg­und­ir) en lík­lega voru bara gömlu góðu nest­is­pok­arn­ir á rúll­unni notaðir í þetta á sín­um tíma.

Síðan sagði fyrr­um bekkjar­syst­ir mín að það væri auðvitað „möst“ að skola þessu niður með einni súper­dós og fá sér síðan Flipp­er í eft­ir­rétt! Ég myndi taka und­ir það og segja að það sé klár­lega heil­ög þrenn­ing!

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert