Nýjar eldhúsfreistingar frá IHANNA HOME

Ingibjörg Hanna er hönnuður og stofnandi fyrirtækisins IHANNA HOME sem …
Ingibjörg Hanna er hönnuður og stofnandi fyrirtækisins IHANNA HOME sem selur gæðalegar textílvörur með grafísku munstri. Mbl.is/IHANNA HOME

Það er fátt sem gleður okk­ur meira en freist­ing­ar í eld­húsið  en þess má geta að nýj­ar vör­ur voru að lenda frá IHANNA HOME.

IHANNA HOME er ís­lenskt hönn­un­ar­fyr­ir­tæki sem marg­ir þekkja enda einna þekkt­ast fyr­ir Krumma-herðatréð sem kom fyrst á markað árið 2008. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjáv­ar þar sem fyr­ir­tækið hann­ar og fram­leiðir hágæðahönn­un­ar­vör­ur með graf­ísku ívafi. Mark­mið þeirra er að bjóða upp á vör­ur þar sem ein­fald­leiki, gæði og nota­gildi fara sam­an – sem tekst svo sann­ar­lega vel. Í vöru­lín­um IHANNA HOME má meðal ann­ars finna mjúk sæng­ur­ver, skraut­lega púða, hlý­leg ull­arteppi, skraut­muni og ýms­ar vör­ur í eld­húsið.

Nýju eld­hús­vör­urn­ar eru inn­blásn­ar af hrjóstr­ugu lands­lagi Íslands, mel­um og mosa. Þar er horft á feg­urðina í munstr­un­um sem mynd­ast með stein­um og í sand­in­um, ásamt fal­leg­um lit­um í smá­gerðum og harðgerðum plönt­um sem þríf­ast með mos­an­um. Hér er svunta úr end­ing­argóðri og þykkri bóm­ull og leðri, eins er dúk­ur úr bóm­ull/​hör, viska­stykki í tveim­ur lit­um og ofn­hanski ein­angraður með polywadd­ing, eins með leður­lykkju til að hengja upp. Nýju vör­urn­ar eru fá­an­leg­ar hjá ýms­um söluaðilum hér á landi sem er­lend­is, en eins má skoða þær nán­ar á heimasíðunni HÉR.

Þessi fallegi dúkur er ein af nýjungunum frá IHANNA HOME …
Þessi fal­legi dúk­ur er ein af nýj­ung­un­um frá IHANNA HOME og er fram­leidd­ur úr bóm­ull/​hör, í stærðinni 140 x 240 cm. Mbl.is/​IHANNA HOME
Svunta með mynstrinu Melar sem framleidd er úr endingargóðri og …
Svunta með mynstr­inu Mel­ar sem fram­leidd er úr end­ing­argóðri og þykkri bóm­ull og leðri. Svunt­an hent­ar báðum kynj­um. Mbl.is/​IHANNA HOME
Tauservíettur frá IHANNA HOME, framleiddar úr hör/bómull og koma tvær …
Tauserví­ett­ur frá IHANNA HOME, fram­leidd­ar úr hör/​bóm­ull og koma tvær sam­an í pakka. Viska­stykki eru fá­an­leg í sama lit og munstri. Mbl.is/​IHANNA HOME
Mbl.is/​IHANNA HOME
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert