Nýjasta kertaæðið sem allir eru að gera

Alveg nýtt kertatrend er að herja á netheimana.
Alveg nýtt kertatrend er að herja á netheimana. Mbl.is/© Mi Skjold Brix_Boligmagasinet.dk

Þið munið eft­ir snún­ingskert­un­um sem voru svo vin­sæl hér á síðasta ári, og eru enn. Hér er al­veg nýtt trend að ryðja sér til rúms og kall­ar á smá fönd­ur.

Snún­ingskerti eða lituð kerti – hvort sem er, þá eru kerti alltaf góð að eiga inni í skáp til að draga fram á kósí stund­um. Hér er það allra heit­asta á net­inu í dag hvað kerti varðar. En til þess að skreyta kert­in sér­stakri marm­ara­áferð eða í því munstri sem þú vilt, þá þarf að fram­kvæma of­ur­ein­falda aðferð þar sem vaxlit­ir koma við sögu. Og hér er gott að nota kerta­af­ganga í verkið.

Svona skreyt­ir þú kerti með marm­ara­áferð

Þetta þarftu:

  • Vaxliti í þeim lit sem þú ósk­ar (ekki olíuliti)
  • Kerti
  • Kerta­af­ganga
  • Pott og vatn
  • Skál og skeið

Aðferð:

  1. Settu vatn í hálf­an pott.
  2. Settu skál ofan á pott­inn og hitaðu vatnið að suðu (passið að skál­in sé stærri en pott­ur­inn).
  3. Setjið kerta­af­ganga í skál­ina, sem sam­svara um hálfu til 2/​3 af venju­legu kerti. Passið að skera kveik­inn af, hafi verið kveikt á kert­inu áður. Bíðið með að kertið bráðni til að fjar­lægja rest­ina af kveikn­um í burtu.
  4. Nú set­ur þú lit­inn út í skál­ina. Byrjið jafn­vel með hálf­an lit til að sjá hversu mikið þú hef­ur þörf fyr­ir. Ef þú sæk­ist eft­ir pastellit­um, þá er ráð að setja fyrst hvít­an lit sam­an við bráðnaða kertið og því næst þann lit sem þú ósk­ar.
  5. Þegar lit­ur­inn hef­ur bráðnað sam­an skaltu hella hon­um yfir hvít kerti og passa að hafa aðra skál und­ir þar sem lit­ur­inn lek­ur niður í.
  6. Góða skemmt­un!

Heim­ild: Bolig­magasinet

Hér er notast við vaxliti og gamla kertastubba.
Hér er not­ast við vaxliti og gamla kert­astubba. Mbl.is/© ​Mi Skjold Brix_­Bolig­magasinet.dk
3. Setjið kertaafganga í skálina, sem samsvara um hálfu til …
3. Setjið kerta­af­ganga í skál­ina, sem sam­svara um hálfu til 2/​3 af venju­legu kerti. Passið að skera kveik­inn af, hafi verið kveikt á kert­inu áður. Bíðið með að kertið bráðni til að fjar­lægja rest­ina af kveikn­um í burtu. Mbl.is/© ​Mi Skjold Brix_­Bolig­magasinet.dk
4. Nú setur þú litinn út í skálina. Byrjið jafnvel …
4. Nú set­ur þú lit­inn út í skál­ina. Byrjið jafn­vel með hálf­an lit til að sjá hversu mikið þú hef­ur þörf fyr­ir. Ef þú sæk­ist eft­ir pastellit­um, þá er ráð að setja fyrst hvít­an lit sam­an við bráðnaða kertið og því næst þann lit sem þú ósk­ar. Mbl.is/© ​Mi Skjold Brix_­Bolig­magasinet.dk
Þegar liturinn hefur bráðnað saman skaltu hella honum yfir hvít …
Þegar lit­ur­inn hef­ur bráðnað sam­an skaltu hella hon­um yfir hvít kerti og passa að hafa aðra skál und­ir þar sem lit­ur­inn lek­ur niður í. Og út­kom­an er geggjuð! Mbl.is/© ​Mi Skjold Brix_­Bolig­magasinet.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert