Áhrifavaldur fær að heyra það frá veitingastað

Þær eru misjafnar skoðanirnar á áhrifavöldum, flestar þó í jákvæðari …
Þær eru misjafnar skoðanirnar á áhrifavöldum, flestar þó í jákvæðari kantinum. Mbl.is/socialmediaexplorer.com

Hann bað um máltíð fyr­ir sig og fjóra vini sína í skipt­um fyr­ir um­fjöll­un á In­sta­gram-story – sem féll alls ekki vel í veit­inga­húsa­eig­end­ur.

Áhrifa­vald­ur­inn kem­ur frá Bretlandi og er með yfir 50 þúsund fylgj­end­ur. Hann setti sig í sam­band við veit­ingastaðinn Four Legs, þar sem hann ósk­ar eft­ir ókeyp­is máltíð í skipt­um fyr­ir um­fjöll­un á In­sta­gram-story og með „swipe-up“-hlekk sem vís­ar beint inn á heimasíðu staðar­ins. Því næst spyr hann hvort mögu­leiki sé á að fá máltíð fyr­ir sig sjálf­an og fjóra vini. Four Legs svaraði um hæl og sagði þetta vera mik­inn mat sem hann væri að biðja um, og hvort hann gæti ekki sett inn tvær færsl­ur í staðinn.

Þegar tími var kom­inn til að sækja mat­inn biður Four Legs mann­inn að láta sig vita þegar hann nálg­ast lög­reglu­stöðina sem var rétt hand­an við hornið frá staðnum. Og þegar áhrifa­vald­ur­inn svar­ar og seg­ist vera hjá stöðinni biður Four Legs mann­inn að ganga þar inn og til­kynna sjálf­an sig fyr­ir glæp í þjón­ustu­geir­an­um. Því næst birti Four Legs mynd­ir af sam­töl­um þeirra á In­sta­gram með yf­ir­skrift­inni: „Und­an­farið höf­um við lesið mikið um upp­reisn bænda. Hvetj­andi efni.“

Fylgj­end­ur staðar­ins létu hátt í sér heyra, því áhrifa­vald­ur­inn hafði svarað fyr­ir sig í um­mæl­um og sagðist vilja öll­um gott og að hann styddi lít­il fyr­ir­tæki. En þá fauk í mann­skap­inn, því hann á ekki að vera að betla mat af litl­um fyr­ir­tækj­um og sér­stak­lega ekki á tím­um sem þess­um þegar ástandið er eins og það er í þjón­ustu­geir­an­um. Staður­inn var lokaður vegna kór­ónu­veirunn­ar þegar áhrifa­vald­ur­inn hafði sam­band en hann virt­ist ekki hafa tekið eft­ir því á heimasíðunni. Ein­hver benti á að áhrifa­vald­ur­inn hefði þurft að koma með nán­ari út­list­un fyr­ir veit­ingastaðinn, t.d. sýna fram á hversu marg­ir væru lík­leg­ir til að nota „swipe-up“-hlekk­inn eða sýna fram á töl­ur um hvar fylgj­end­ur hans væru staðsett­ir á land­inu eða um heim­inn því það get­ur verið lít­il traffík á In­sta­gramm­inu hans þrátt fyr­ir að vera með svona marga fylgj­end­ur. Þess má einnig geta að málið hef­ur fengið gríðarlega at­hygli og tæp­lega 37 þúsund manns hafa lækað færsl­una og fleiri þúsund um­mæli eru und­ir mynd­un­um, flest­öll veit­ingastaðnum í vil. 

Eitt er víst að fólki þar ytra finnst áhrifa­vald­ar oft á tíðum getra verið mjög nyt­sam­leg­ir í markaðssetn­ingu – en það að betla sé ekki í lagi. Og að þeir þurfi að sýna fram á ná­kvæm­ari út­list­un fyr­ir fyr­ir­tæk­in, hvernig um­fjöll­un­in muni gagn­ast báðum aðilum. Ein mynd í story sé ekki ásætt­an­legt. Okk­ur leik­ur þó mest for­vitni á að vita hvað áhrifa­vald­ur­inn hafi sagt vin­um sín­um þegar hann kom tóm­hent­ur heim!

Mbl.is/@​four­legs_ldn
Mbl.is/@​four­legs_ldn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka