Ógnarfagrar vatnsflöskur frá Frederik Bagger

Splúnkunýjar kristals vatnsflöskur frá Frederik Bagger.
Splúnkunýjar kristals vatnsflöskur frá Frederik Bagger. mbl.is/Frederik Bagger

Ókrýndi krist­al­skóng­ur­inn Frederik Bag­ger var að senda frá sér nýj­ar vatns­flösk­ur sem eru með þeim smart­ari á markaðnum í dag – enda eru þær fram­leidd­ar úr kristal, rétt eins og allt annað sem kem­ur frá hon­um.

Hér sjá­um við splunku­nýj­ar flösk­ur úr sjálf­bæru krist­als­gleri án blýs, sem þola að fara í uppþvotta­vél­ina – og er það stór plús að okk­ar mati. Flösk­urn­ar eru hluti af Crispy-vöru­lín­unni sem hef­ur verið sú vin­sæl­asta í glös­um og fylgi­hlut­um síðustu miss­er­in, og eru fá­an­leg­ar í tveim­ur stærðum, 0,5 l og 1 l, og fjór­um lit­um – glær, grá, græn og gul­brún. Flösk­urn­ar eða karöfl­urn­ar koma með loki sem gef­ur flösk­unni meira nota­gildi og það besta er að þær eru sér­stak­lega hannaðar til að passa inn í ís­skáp­inn, hvort sem þú still­ir þeim í hurðina eða upp í hillu.

Gullfallegar vatnsflöskur!
Gull­fal­leg­ar vatns­flösk­ur! mbl.is/​Frederik Bag­ger
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert