Indverskur kjúklingaréttur sem gulltryggir helgina

Ljósmynd/Hanna Þóra

Hér er upp­skrift að ind­versk­um kjúk­linga­rétti sem tikk­ar í flest box. Það sem ger­ir hann enn betri er að hann er ketó en auðvitað get­ur kol­vetnafólkið fengið sér hefðbund­in hrís­grjón með.

Það er Hanna Þóra sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift og hún mæl­ir með blóm­káls­hrís­grjón­um eða Bar­eNa­ked hrís­grjón­um.

Indverskur kjúklingaréttur sem gulltryggir helgina

Vista Prenta

Mar­in­er­ing fyr­ir kjúk­ling­inn

  • 700 g úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 2/​3 dós sýrður rjómi 36%
  • 2 msk. garam marsala krydd
  • 1 msk. hvít­lauks­duft
  • 3 tsk. paprikukrydd
Sósa
  • 1 stk. hakkaðir tóm­at­ar í dós
  • 1 msk. hvít­lauks­duft
  • 1 msk. garam marsalsa krydd
  • 2 tsk. papriku­drydd
  • 1/​3 dós Sýrður rjómi 36%

Aðferð:

  1. Útbúið mar­in­er­ing­una í stórri skál með því að blanda sam­an sýrða rjóm­an­um, garam masala krydd­inu, hvít­lauks­duft­inu og papriku krydd­inu.
  2. Skerið kjúk­ling­inn niður í bita og bætið útí mar­in­er­ing­una. Gott er að mar­in­era kjúk­ling­inn í að lág­marki 30 mín­út­ur en það er gott að gera þetta tím­an­lega og geyma í ís­skáp jafn­vel yfir nótt.
  3. Steikið kjúk­ling­inn á pönnu með olíu í 3-4 mín­út­ur. Bætið niðursoðnu tómöt­un­um útí ásamt krydd­inu og rest­inni af sýrða rjóm­an­um.
  4. Styrk­leiki svona rétt er alltaf smekks­atriði en það má alltaf smakka til þegar kjúk­ling­ur­inn er fulleldaður.
  5. 36% sýrður rjómi er sá feit­asti sem er í boði á markaðnum. Ein­stak­lega góður og frá­bær í ýmsa rétti.
  6. Ég ber kjúk­ling­inn fram með blóm­káls­hrís­grjón­um sem fást fros­in í öll­um helstu mat­vöru­versl­un­um en best finnst mér að skella þeim í lít­inn pott, látið sjóða í tvær mín­út­ur og krydda létt með stein­selju eða kórí­and­er til að fá fal­leg­an lit og gott bragð.
Ljós­mynd/​Hanna Þóra
Ljós­mynd/​Hanna Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert