Nýjasta kynslóð eldhúskrana toppar allt

Eldhúskranar eru orðin ansi tæknileg ef marka má nýjustu útfærslur.
Eldhúskranar eru orðin ansi tæknileg ef marka má nýjustu útfærslur. Mbl.is/Grohe

Við náum vart að fylgj­ast með öll­um nýj­ung­un­um sem eru ger­ast þarna úti. En ein af þeim sýn­ir okk­ur hversu mögnuð blönd­un­ar­tæk­in eru orðin í dag – því þau færa okk­ur miklu meira en bara heitt og kalt vatn. Tækn­in er að gera meira vart við sig í eld­hús­um, og þá með þeim til­gangi að létta okk­ur lífið. GROHE kynnti ný­verið krana sem get­ur alls kyns merki­lega hluti sem við telj­um nán­ar upp hér fyr­ir neðan.

Sjóðandi vatn

Nú þarftu ekki leng­ur að bíða með pott­inn á hell­unni og sjóða vatn, því þú get­ur með ein­um takka fengið sjóðandi heitt vatn í te­boll­ann eða pasta­pott­inn á auga­bragði. Og að sjálf­sögðu er barna­læs­ing á kran­an­um ef litl­ir fing­ur fara að fikta.

Filterað vatn

Kran­arn­ir eru all­ir gædd­ir filter­um sem hreinsa vatnið þegar við skrúf­um frá. Þetta er atriði sem við þurf­um ekki að spá mikið í hér á landi, en engu að síður gott að hafa.

Sóda­vatn

Stund­um er þörf­in í smá búbl­ur til staðar, og þá er gott að geta skrúfað frá kran­an­um og fengið ískalt sóda­vatn beint í glasið. Aldrei aft­ur þurf­um við að spá í að eiga ekki sóda­vatn inni í ís­skáp. Fyr­ir utan að við slepp­um við að rogast með það heim úr búðinni og plássið sem það tek­ur í ís­skápn­um má vel nýta und­ir eitt­hvað annað.

Stíl­hrein hönn­un

Form og nota­gildi eru að tala sam­an í þessu til­viki, þar sem hönn­un­in er tíma­laus og ætti að henta flest­um eld­hús­um.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Nú getur þú fengið sjóðandi heitt vatn beint í pottinn …
Nú get­ur þú fengið sjóðandi heitt vatn beint í pott­inn - og græðir þar að leiðandi nokkr­ar mín­út­ur sem fara í að sjóða vatn á hell­unni. Mbl.is/​Grohe
Mbl.is/​Grohe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert