Kjúklingaréttur með haug af parmesan

Ómótstæðilega góður parmesan kjúklingaréttur.
Ómótstæðilega góður parmesan kjúklingaréttur. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér kynn­um við kjúk­ling í par­mes­an raspi með fersk­um mozzar­ella og tóm­at­basil sósu – eða „Chicken parmigi­ana”, eins og rétt­ur­inn er oft­ast kallaður. Þetta er hin full­komna upp­skrift þegar gera á vel við sig. En það er Hild­ur Rut á Trend­net sem býður okk­ur upp á þenn­an ljúf­fenga kjúk­linga­rétt sem hef­ur gert rétt­inn að sínu eins og henni einni er lagið.

Kjúk­linga­rétt­ur með haug af par­mes­an

Vista Prenta

Kjúk­linga­rétt­ur með haug af par­mes­an

  • 3 kjúk­linga­bring­ur
  • Salt og pip­ar
  • 2-3 msk hveiti
  • 50 g smjör, skorið í ten­inga
  • 1 stórt egg
  • 2 dl pan­kó rasp (fæst t.d. í Hag­kaup, Krón­unni og Nettó)
  • 1 dl fersk­ur par­mes­an ost­ur, rif­inn
  • Salt og pip­ar

Sósa

  • Til­bú­in tóm­atssósa með basiliku (ég notaði frá Olifa)
  • 2 msk par­mes­an
  • ½-1 tsk hun­gang
  • 1-2 hvít­lauksrif
  • Salt og pip­ar
  • Cayenne pip­ar
  • Fersk­ur mozzar­ella, 2 kúl­ur
  • Rigat­oni
  • Fersk stein­selja eða basilika

Aðferð:

  1. Skerið bring­urn­ar í tvennt svo úr verði tvær sneiðar.
  2. Hrærið sam­an rifn­um par­mes­an osti og raspi í skál.
  3. Veltið kjúk­lingn­um up­p­úr hveiti, salti og pip­ar. Því næst veltið þeim upp úr eggi og svo að lok­um par­mes­an og pan­ko raspin­um.
  4. Dreifið helm­ingn­um af smjör­inu í botn­inn á eld­föstu móti. Leggið bring­urn­ar ofan á og að lok­um dreifið rest­inni af smjör­inu yfir. Bakið í ofni í 20 mín við 200°C.
  5. Á meðan kjúk­ling­ur­inn bak­ast þá er gott að gera sós­una. Blandið sam­an til­búnu sós­unni, par­mes­an osti, hun­angi, pressuðu hvít­lauksrifi, cayenne pip­ar, salti og pip­ar. Endi­lega smakkið ykk­ur til.
  6. Skerið mozzar­ella í sneiðar og dreifið hon­um yfir kjúk­ling­inn og hellið svo sós­unni yfir. Bakið í 10 mín­út­ur í viðbót eða þar til ost­ur­inn er bráðnaður og kjúk­ling­ur­inn er til­bú­inn.
  7. Á meðan kjúk­ling­ur­inn er að bak­ast í ofn­in­um þá er gott að sjóða rigat­oni eft­ir leiðbein­ing­um á pakkn­ingu.
  8. Toppið svo í lok­in með ferskri basiliku eða stein­selju og berið fram með rigat­oni, rest­inni af sós­unni og meiri par­mes­an osti.
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert