Lagalistinn sem þú þarft í eldhúsið

Góð tónlist í eldhúsið er ómissandi.
Góð tónlist í eldhúsið er ómissandi. Mbl.is/sheknows.com

Gest­irn­ir eru komn­ir og þú ert í óða önn að leggja loka­hönd á mat­seld­ina, en það er eitt sem gleymd­ist – það er tón­list­in. Því mús­ík er alltaf und­ir­staðan að góðri kvöld­stund.

Reyndu að sjá þetta fyr­ir þér - þú ert að elda, vin­irn­ir sitja við eyj­una og eru að spjalla með vínglas við hönd. Þetta er nota­legt kvöld, af­slappað og al­gjör­lega óform­legt. Stund­um verður gleðskap­ur­inn aðeins meiri en áætlað var í byrj­un, það hef­ur gerst á bestu bæj­um og ekk­ert út á það að setja. En það er í byrj­un kvölds­ins þegar all­ir eru að koma sam­an og stilla sína strengi sem gott er að hafa góðan lagalista sem bak­grunns­hljóma. Þessi listi er hugsaður fyr­ir af­slapp­andi and­rúms­loft í eld­hús­inu og kem­ur frá danska hús­búnaðar­tíma­rit­inu Bo Bedre og má finna á Spotify HÉR.

Lagalistinn sem Bo Bedre mælir með í eldhúsið.
Lagalist­inn sem Bo Bedre mæl­ir með í eld­húsið. Mbl.is/​Bo­bedre.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert