Lagði húsverkin til hliðar og þetta gerðist

Hvernig eru verkaskiptin á þínu heimili?
Hvernig eru verkaskiptin á þínu heimili? mbl.is/

Hvernig myndi heimilið þitt líta út ef þú lyftir ekki hendi í tvo daga – er jöfn skipting á húsverkunum? Það á ekki við á þessu heimili hér og húsmóðirin rasar út!

Kona nokkur, sem gengur undir nafninu @MissPotkin á Twitter, fékk meira en nóg af fjölskyldunni sinni nú á dögunum og greindi frá því á samfélagsmiðlinum. Hún segist sjá alfarið um að elda og þrífa á heimilinu og ákvað að hætta því í tvo daga. Það hlyti að koma að því að allar skeiðar og skálar yrðu óhreinar og þá ætlaði hún ekki að vera sú sem stykki til og byrjaði að þrífa.

Á þriðja degi var nánast allt orðið skítugt og enginn kvartaði yfir haug af óhreinu leirtaui í vaskinum. Og það var heldur enginn á heimilinu sem ákvað að hlaða í uppþvottavélina. Húsbóndinn fann litla barnaskeið sem hann notaði til að hræra í tebollanum og fatahrúgur mynduðust í hverju horni.

Brátt rofaði til, því leirtau var sett í uppþvottavélina en það var aldrei kveikt á henni til að hefja þvott. Konan sagði frá því á Twitter að á þriðja degi hefði uppþvottavélin verið sett í gang og húsið þrifið – öllum til mikillar ánægju. Hún vonar að fjölskyldan hafi áttað sig á hversu mikil vinna liggur á einum aðila á heimilinu þegar fleiri geta og eiga að leggja hönd á plóg.

Í nýlegum rannsóknum The Harmonized European Time Use Survey (HETUS) kemur fram að konur taka að meðaltali meiri þátt í heimilis- og umönnunarstörfum en karlar. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2016 kemur í ljós að konur gera 60% meira að meðaltali af húsverkum en karlar. Eins var gerð ánægjukönnun þar sem í ljós kom að konur sem sjá að mestu um uppþvott finna fyrir minni ánægju í sambandi og einnig minni kynferðislöngun en þær konur sem deildu verkefninu jafnt með makanum.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Mbl.is/@MissPotkin/Twitter
Mbl.is/@MissPotkin/Twitter
Mbl.is/@MissPotkin/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka