Geggjaðar Teriyaki núðlur með nautakjöti - ketó

Ljósmynd/María Gomez

Við mat­gæðing­ar erum mikl­ir aðdá­end­ur Ter­iyaki og nauta­kjöt í slíkri sósu er al­veg sér­stak­lega gott. Þegar núðlurn­ar bland­ast við eru aust­ur­lensku bragðhrif­in í al­gleym­ingi en hinn óvænti bón­us er klár­lega kol­vetnalausu núðlurn­ar frá Bar­eNa­kes sem við erum af­skap­lega hrif­in af.

Það er María Gomez á Paz.is sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrifti sem tikk­ar í öll box hjá okk­ur.

„Ég veit að marg­ir sem eru á Keto sakna þess ef­laust að geta fengið sér pasta, núðlur og grjón. Þeir geta því tekið gleði sína á ný því nú er hægt að fá núðlur frá Bare Naked sem eru Keto væn­ar. Bare Naked núðlurn­ar eru al­veg bragðlaus­ar ein­ar og sér en þær eru mjög fljóteldaðar, eða tek­ur bara þrjár mín­út­ur, en þær draga í sig bragðið af sós­um, súp­um og krydd­um sem eru notuð," seg­ir María um upp­skrift­ina.

Geggjaðar Teriyaki núðlur með nautakjöti - ketó

Vista Prenta

Keto Ter­iyaki núðlur með nauta­kjöti

Það kom mér al­veg á óvart hversu góður staðgeng­ill þess­ar núðlur eru fyr­ir hinar hefðbundnu og mun ég klár­lega nota þær fyr­ir fjöl­skyld­una mína enda einn hér sem má ekki borða hveiti.

  • 2 pakk­ar Bare Naked núðlur með bleika miðanum
  • 300 gr nauta­lund/​nauta­kjöt (má líka nota kjúk­linga­bring­ur í staðinn en kostnaður er svipaður ef keypt er nauta­lund í kjöt­borði)
  • 1/​2 græn paprika
  • 1/​2 rauð paprika 
  • 4 stk vor­lauk­ur 
  • 1 stór eða 2 litl­ar gul­ræt­ur (veit þær eru ekki Keto en í þessu magni slepp­ur það)
  • 1 stór grein græn­kál (taka lauf­inn af stilk­in­um og nota bara þau)
  • 150 gr kast­an­íu­svepp­ir 
  • 1 msk ólífu­olía
  • 20 gr smjör+ 10 gr 
  • salt 
  • pip­ar 
  • Ses­am­fræ 

Ter­iyaki sósa

  • 60 gr syk­ur­laust síróp 
  • 3 msk tam­ari sósa eða sojasósa 
  • 1 tsk hvít­lauks­duft 
  • 1/​2 msk sriracha sósa 
  • 1,5 dl soðið vatn 
  • 1/​2 tsk Xant­h­an Gum 

Aðferð

  1. Bræðið sam­an 20 gr smjör og 1 msk ólífu­olíu á pönnu 
  2. Skerið nauta­kjötið í örþunn­ar ræm­ur og setjið á heita pönn­una og saltið og piprið 
  3. Steikið bara eins og í 1 mín­útu á hvorri hlið og setjið svo á disk með álp­app­ír yfir 
  4. Skerið næst allt græn­metið í þunn­ar ræm­ur svona Kína­stæl nema svepp­ina skerið þið í 4 parta og vor­lauk­inn á ská 
  5. Ekki taka ol­í­una og smjörið sem þið steiktuð kjötið upp úr af pönn­unni held­ur bætið út í það hinum 10 gr af smjör­inu
  6. Steikjið græn­metið upp úr því þar til það verður svona al dente, eða mjúkt en smá bit í því og saltið það og piprið létt
  7. Gerið sós­una í potti með því að setja allt hrá­efnið í hana sam­an í pott nema Xant­h­an Gum og látið suðuna koma upp 
  8. Þegar suðan kem­ur upp lækkið þá und­ir og setjið Xanta­hn Gum út í og hrærið þar til sós­an verður þykk og smá hlaup­kennd
  9. Bætið nú núðlun­um og nauta­kjöt­inu sam­an við græn­metið á pönn­uni og hellið að lok­um sós­unni út á 
  10. Hrærið öllu vel sam­an 
  11. Það er mjög gott að dreifa ristuðum ses­am fræj­um og græna part­in­um af vor­laukn­um yfir rétt­inn og ef þið viljið hafa hann extra spæsí má setja nokkr­ar chili­f­lög­ur út á líka
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert