Ótrúleg staðreynd um kasjúhnetur

Kasjúhnetur eru hreinasta sælgæti!
Kasjúhnetur eru hreinasta sælgæti! mbl.is/ontoorthopedics.com

Við kaup­um þær í poka í næstu mat­vöru­versl­un og stund­um eru þær jafn­vel súkkulaðihúðaðar. En það er ein ótrú­leg staðreynd um þess­ar bragðgóðu hnet­ur sem við viss­um ekki af fyrr en núna.

Hnet­ur inni­halda mikið af hita­ein­ing­um og fitu, en þær eru líka full­ar af orku. Með því að borða hnet­ur eða fræ á hverj­um degi get­urðu minnkað hætt­una á syk­ur­sýki og hjarta­sjúk­dóm­um og með því bætt líf þitt. Það sem kem­ur þó mest á óvart við hnet­ur er alls ekki ávinn­ing­ur þeirra, held­ur sú óvenju­lega leið hvernig þær vaxa úti í nátt­úr­unni.

Kasjúhnet­ur eru á meðal þeirra bestu að okk­ar mati, en þær finn­ast á suðræn­um slóðum víðs veg­ar um heim­inn. Og það sem vakti áhuga okk­ar er að þær vaxa á trjám og eru áfast­ar á botni furðulegs ávaxt­ar sem bragðast eins og sterk­ur mangó eða súrt greipald­in. Kasjúið birt­ist eins og ör­verpi á botni „kasjú­epl­is­ins“ og er um­lukið harðri tvö­faldri skel – sem er full af sýr­um og kvoðu sem valda ert­ingu í húð og jafn­vel hægt að nota sem skor­dýra­eit­ur. Og þarna kom­um við inn á það, af hverju hnet­urn­ar eru svona dýr­ar úti í búð. En til þess að losna við eit­ur­efn­in úr hnet­unni verður að hita alla kasjúhnet­una áður en skel­in er brot­in og hægt að njóta bragðgóða rjóma­lagaða „kjöts­ins“. Allt þetta vinnu­ferli í kring­um hnet­una stuðlar því að háum kostnaði við fram­leiðsluna – og þar höf­um við það.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Kasjúhnetur vaxa á undarlegum ávexti og finnast inni í tvöfaldri …
Kasjúhnet­ur vaxa á und­ar­leg­um ávexti og finn­ast inni í tvö­faldri skel. Mbl.is/​ERIC ROYER STONER/​GETTY IMA­GES
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka