Helgarkokteill sem minnir á eldgosið

Romm- og jarðaberjakokteill að hætti Snorra Guðmunds hjá Matur og …
Romm- og jarðaberjakokteill að hætti Snorra Guðmunds hjá Matur og myndir. Mbl.is/Snorri Guðmundsson

Þessi stórkostlegi helgarkokteill er einstaklega fallegur og minnir óneitanlega á litatóninn sem við sjáum í gosinu í Fagradalsfjalli – appelsínurautt og glóandi. Þessi blanda er sú sem við skálum í um helgina. Uppskriftin er frá Snorra Guðmunds hjá Mat og myndum sem segir: „Frískandi og góður rommkokteill með ferskum jarðarberjum og hlynsírópi, en hlynsírópið er skemmtileg tilbreyting frá einföldu sykursírópi.“

Helgarkokteill sem minnir á eldgosið (fyrir einn)

  • Fersk jarðarber, 3-4 stk
  • Mount Gay Barbados-romm, 4 cl
  • nýkreistur límónusafi, 2 cl
  • hlynsíróp, 2 cl

Aðferð:

  1. Skerið toppinn af jarðarberjunum og setjið í kokteilhristara.
  2. Stappið jarðarberin vel og bætið afganginum af hráefnunum út í ásamt klaka.
  3. Blandið vel saman og hellið svo í glas fyllt af muldum klaka.
  4. Skreytið með fersku jarðarberi.
Mbl.is/Snorri Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka