Helgarkokteill sem minnir á eldgosið

Romm- og jarðaberjakokteill að hætti Snorra Guðmunds hjá Matur og …
Romm- og jarðaberjakokteill að hætti Snorra Guðmunds hjá Matur og myndir. Mbl.is/Snorri Guðmundsson

Þessi stór­kost­legi helgar­kokteill er ein­stak­lega fal­leg­ur og minn­ir óneit­an­lega á litatón­inn sem við sjá­um í gos­inu í Fagra­dals­fjalli – app­el­sínurautt og gló­andi. Þessi blanda er sú sem við skál­um í um helg­ina. Upp­skrift­in er frá Snorra Guðmunds hjá Mat og mynd­um sem seg­ir: „Frísk­andi og góður romm­kokteill með fersk­um jarðarberj­um og hlyns­írópi, en hlyns­írópið er skemmti­leg til­breyt­ing frá ein­földu syk­urs­írópi.“

Helgarkokteill sem minnir á eldgosið

Vista Prenta

Helgar­kokteill sem minn­ir á eld­gosið (fyr­ir einn)

  • Fersk jarðarber, 3-4 stk
  • Mount Gay Barbados-romm, 4 cl
  • nýkreist­ur límónusafi, 2 cl
  • hlyns­íróp, 2 cl

Aðferð:

  1. Skerið topp­inn af jarðarberj­un­um og setjið í kokteil­hrist­ara.
  2. Stappið jarðarber­in vel og bætið af­gang­in­um af hrá­efn­un­um út í ásamt klaka.
  3. Blandið vel sam­an og hellið svo í glas fyllt af muld­um klaka.
  4. Skreytið með fersku jarðarberi.
Mbl.is/​Snorri Guðmunds­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka