Splunkunýtt frá After Eight

Bragðgóða súkkulaðiði After Eight, er nú fáanlegt í eggjaformi.
Bragðgóða súkkulaðiði After Eight, er nú fáanlegt í eggjaformi. mbl.is/Nestle

Eitt ást­sæl­asta súkkulaði allra tíma er án efa Af­ter Eig­ht, sem virðist nú vera fá­an­legt í eggja­f­ormi ef marka má nýj­ustu frétt­ir.

Þrátt fyr­ir að nafnið á súkkulaðinu gefi til kynna að það eigi að vera skemmt­un eft­ir kvöld­mat er eng­inn að fara banna okk­ur að njóta góðgæt­is­ins fyr­ir þann tíma. Þeir sem eru aðdá­end­ur blöndu súkkulaðis og myntu geta sann­ar­lega glaðst yfir þess­um frétt­um og það rétt fyr­ir páska. Egg­in hafa þó ekki ratað hingað til lands enn sem komið er, en hægt er að nálg­ast súkkulaðiði HÉR, og kost­ar pok­inn um 1.000 krón­ur ís­lensk­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert