Kanilsnúðavöfflur það heitasta í dag

Kanilsnúðavöfflur eru alls ekki slæm hugmynd.
Kanilsnúðavöfflur eru alls ekki slæm hugmynd. Mbl.is/©Frederikke Wærens

Alþjóðlegi vöffludagurinn var haldinn hátíðlegur 25. mars síðastliðinn og við látum ekki góða vöfflu framhjá okkur fara. En út frá þessum stórmerkilega degi spratt upp splunkunýtt trend!

Matarbloggarinn Frederikke Wærens deildi stórkostlegu myndbandi á instagramsíðunni sinni og fylgjendur lögðust á hliðina. En þessi aðferð er sannarlega fyrir alla þá sem elska hvað mest karamelliseraða partinn af kanelsnúðum.

Svona býrðu til kanilsnúðavöfflur

  • Fyrst af öllu þarftu að búa til hefðbundna kanilsnúða.
  • Þegar snúðarnir hafa náð að hefast skaltu setja þá í vöfflujárnið í staðinn fyrir ofninn.
  • Gefðu þeim nokkrar mínútur í vöfflujárninu þar til þeir verða gylltir og sykurinn hefur karamelliserast.
  • Skreytið jafnvel með hvítum glassúr og njótið.
Mbl.is/©Frederikke Wærens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert