Dásamlegar páskanýjungar frá Royal Copenhagen

Gullfallegar páskanýjungar frá Royal Copenhagen.
Gullfallegar páskanýjungar frá Royal Copenhagen. Mbl.is/Royal Copenhagen

Nýj­ustu skraut­mun­ir Royal Copen­hagen eru hyll­ing til vors­ins og bjart­ari tíma í gull­fal­legu páska­skrauti.

Á hverju ári kynn­ir Royal Copen­hagen nýj­ar vör­ur fyr­ir pásk­ana, litl­ar krukk­ur og postu­lín­spáska­egg. Og alltaf kem­ur inn­blástur­inn frá vor­inu, nátt­úr­unni og bjart­ari tím­um – með líf­leg­um blóm­um, valmú­um og krýs­an­tem­um sem lífga upp á nærum­hverfið. Við sjá­um þrjú ný munst­ur sem eiga öll sinn lit, en að sama skapi vinna all­ir lit­irn­ir vel sam­an. Egg­in eru prýdd kopar­plötu og silk­isnúru svo hægt er að hengja þau upp. Við sjá­um vart fal­legra páska­skraut en þetta – en það má skoða all­ar páska­vör­urn­ar nán­ar HÉR.

Mbl.is/​Royal Copen­hagen
Mbl.is/​Royal Copen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert