Pottarnir sem fagurkerarnir slást um

Mbl.is/Eva Solo

Þeir eru hvít­ir og þeir eru smart, en um­fram allt bera þeir alla þá eig­in­leika sem góðir pott­ar þurfa að hafa.

Þessi potta­feg­urð er frá Eva Solo og get­ur meira en marg­ir aðrir sam­bæri­leg­ir pott­ar. Pott­arn­ir eru fram­leidd­ir úr ryðfríu stáli, áli og eru kera­mík­húðaðir. Þeir búa yfir framúrsk­ar­andi hita­leiðara fyr­ir jafna hita­dreif­ingu og virka bæði á klass­ísk­um hell­um, gashell­um sem og inducti­on. En það allra besta við pott­ana er að þeir þola að fara í uppþvotta­vél­ina, sem ger­ir þá enn eft­ir­sókn­ar­verðari fyr­ir utan hversu af­burðasmart þeir eru á hell­unni. Í White Line-vöru­lín­unni má finna nokkr­ar stærðir af pott­um sem og pönn­um, en vör­urn­ar eru fá­an­leg­ar í Kokku.

Mbl.is/​Eva Solo
White Line kallast pottalínan frá Evu Solo, sem þykir afburðafalleg.
White Line kall­ast pottalín­an frá Evu Solo, sem þykir af­burðafal­leg. Mbl.is/​Eva Solo
Vörulínan inniheldur potta og pönnur í ýmsum stærðum.
Vöru­lín­an inni­held­ur potta og pönn­ur í ýms­um stærðum. Mbl.is/​Eva Solo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert