Páskasnittur í brönsinn

Egg eru ómissandi í brönsinn á páskunum.
Egg eru ómissandi í brönsinn á páskunum. Mbl.is/voresmad.dk

Marg­ir halda í hefðina og út­færa gúrme páska­bröns fyr­ir sína nán­ustu, og hér er upp­skrift sem á svo sann­ar­lega heima á slíku veislu­borði. Eggja­bit­ar sem munu slá í gegn og tek­ur enga stund að út­færa.

Páskasnittur í brönsinn

Vista Prenta

Girni­leg mímósa-egg í páska­bröns­inn (fyr­ir 6)

  • 6 egg
  • 1 msk. gróft sinn­ep
  • 3 msk. mayo­nes
  • Ferskt dill
  • ½ sítr­óna
  • Salt og pip­ar
  • 24 rækj­ur
  • Púrr­lauk­ur
  • Rúg­brauð ef vill

Aðferð:

  1. Sjóðið egg­in í 8-9 mín­út­ur þar til harðsoðin. Kælið í köldu vatni og takið skurn­ina utan af eggj­un­um.
  2. Skerið egg­in til helm­inga, takið rauðuna úr og setjið í skál. Leggið egg­in (hvít­una) á bakka.
  3. Hrærið sinn­epi og maj­ónesi sam­an við eggj­ar­auðurn­ar. Saxið dill niður sem sam­svar­ar 3 msk. og setjið út í sinn­eps­blönd­una – og maukið sam­an með gaffli. Smakkið til með salti og pip­ar.
  4. Setjið blönd­una aft­ur í eggja­hvít­urn­ar.
  5. Toppið með rækj­um og söxuðum púrr­lauk, og kryddið með pip­ar og flögu­salti.
  6. Berið ef til vill fram með rúg­brauði.

Upp­skrift: Vor­es­mad.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert