Tyggur ekki mat á mánudögum

Stórsöngvarinn Will.i.am sagði í viðtali nú á dögunum að hann …
Stórsöngvarinn Will.i.am sagði í viðtali nú á dögunum að hann tyggi ekki mat á mánudögum, svo einfalt væri það. Mbl.is/REX

Stór­söngv­ar­inn Will.i.am og forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar Black Eyed Peas, seg­ist hafa frá jól­um borðað fast­an mat á til­tekn­um viku­dög­um. Aðra daga bland­ar hann sér safa sem hann gæðir sér á aðra hverja klukku­stund.

Hann seg­ist ekki vilja tyggja mat á mánu­dög­um og hef­ur haldið fast í ákveðna rútínu frá jól­um. Hann byrj­ar alla föstu­daga á sal­ati og avóka­dó og á laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um fær hann sér veg­an borg­ara. Mánu­dag­ar eru djús­dag­ar og miðviku­dag­ar eru einnig djús­dag­ar ásamt sal­ati sem hann neyt­ir einnig á fimmtu­dög­um. Þetta plan end­ur­tek­ur hann svo viku eft­ir viku.

Will sagði í sam­tali nú á dög­un­um í hlaðvarpi er kall­ast ´Table Manners‘, að lík­am­inn geymi fitu­svæði. Og hvernig eig­um við að segja lík­am­an­um að nýta ork­una sem hann hef­ur geymt? En Will hyggst færa sig meira yfir í fast­ar máltíðir í apr­íl­mánuði. Hann seg­ist fá öll fæðubót­ar­efni úr djús­un­um sem hann drekk­ur, ásamt víta­mín­um. Og öll ork­an sé enn til staðar þar sem hann stund­ar lík­ams­rækt af full­um krafti. Ef­laust ekki mataræði sem all­ir geta fylgt eft­ir. 

Mbl.is/​REX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert