Brauð varðveitist í eldfjallaösku

Brauð á sér langa og stórmerkilega sögu.
Brauð á sér langa og stórmerkilega sögu. mbl.is/

Brauð og bakst­ur hef­ur orðið stór hluti af lífi fólks á tím­um heims­far­ald­urs­ins og því ekki úr vegi að nefna nokkra góða punkta um sögu brauðsins, en brauð varðveit­ist til að mynda mjög vel í eld­fjalla­ösku.

Mögu­lega var fyrsti bak­ar­inn uppi fyr­ir 100.000 árum
Alla tíð hef­ur því verið haldið fram að brauð hafi fyrst komið fram fyr­ir um 10 þúsund árum. Kanadísk­ur mann­fræðing­ur fann ekki fyr­ir alls löngu helli í Mósam­bík, þar sem greftrun í stein­um vísi til þess að um brauðgerð hafi verið að ræða og það fyr­ir 100 þúsund árum.

Brauð í eld­fjalla­ösku
Jörðin er ótrú­leg! Það hef­ur fund­ist aldagam­alt brauð í eld­fjalla­ösku í Vesúvíus­fjalli. Eitt þeirra frá 1. öld e.Kr. með þrykktu merki sem var enn þá sýni­legt.

Jesú borðaði kringl­ur
Ítar­leg­ar rann­sókn­ir hafa verið gerðar á sögu brauðsins og þar á meðal göm­ul mál­verk og mynd­ir þar sem mat­ur kem­ur fyr­ir. Fund­ist hafa þýsk mál­verk frá 15. öld, þar sem má sjá Jesú Krist sitja til borðs við síðustu kvöld­máltíðina með pretzels-kringl­ur. Sem þykir frek­ar merki­legt, ekki satt?

Cia­batta var fyrst bakað á ní­unda ára­tugn­um
Hvíta ílanga brauðið var upp­haf­lega bakað árið 1982 af bak­ara í Veróna á Ítal­íu, og það til að bregðast við vin­sæld­um bagu­ette-brauðsins. Bak­ar­inn sem „fann upp“ cia­batta-brauðið sótti um einka­rétt­inn.

Slepptu því að hnoða
Að hnoða brauðdeig flýt­ir vissu­lega fyr­ir brauðgerðinni – en sam­kvæmt rann­sókn­um má búa til fyr­ir­taks­brauð án þess að hnoða. Þú bland­ar öllu sam­an með hend­inni eða skeið þar til deigið er orðið eins og loðinn klump­ur, alls ekki full­unnið. Láttu svo deigið standa á eld­hús­borðinu yfir nótt og bakaðu, og þú munt ekki þurfa að erfiða aft­ur við að hnoða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka