Subway bætir kartöfluflögum við sem áleggi

Nú er hægt að fá mulið snakk á bátana sína …
Nú er hægt að fá mulið snakk á bátana sína frá Subway. mbl.is/Subway

Góðar frétt­ir fyr­ir þá sem elska gott snakk. Su­bway kynnti nú á dög­un­um nýj­ung í áleggja­úr­vali; kart­öflusnakk, sem þú get­ur fengið á upp­á­halds­sam­lok­una þína.

Su­bway-keðjan í Bretlandi hef­ur hafið sam­starf við snakk­fram­leiðand­ann Wal­kers og bætt söltuðum flög­um við úr­valið í borði. Ein­ung­is saltaðar flög­ur verða í boði, svo ekki er hægt að velja um mis­mun­andi týp­ur. Þó er hægt að biðja um að fá flög­urn­ar til að „taka með“, því þær koma sem hluti af keypt­um máltíðum.

Snakk-áleggið verður þó aðeins fá­an­legt í tak­markaðan tíma. Að sögn Ang­el­inu Gosal, yf­ir­manns markaðsmá­la í Bretlandi og Írlandi, er sam­loka með snakki á milli tákn­rænn og mik­il­væg­ur hluti af breskri mat­ar­hefð og þau séu spennt fyr­ir sam­starf­inu við Wal­kers. Markaðsstjóri Wal­kers tek­ur í sama streng og seg­ir að sam­lok­an í há­deg­inu sé aldrei eins ef það vanti flög­urn­ar. Fólk sé auðvitað mis­hrifið eins og með svo margt annað – það verði þó tryggt hér eft­ir að há­deg­is­mat­ur­inn verði aldrei sá sami eft­ir þetta sam­starf. Spurn­ing hvort þessi nýj­ung nái að rata hingað til lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert