Subway bætir kartöfluflögum við sem áleggi

Nú er hægt að fá mulið snakk á bátana sína …
Nú er hægt að fá mulið snakk á bátana sína frá Subway. mbl.is/Subway

Góðar fréttir fyrir þá sem elska gott snakk. Subway kynnti nú á dögunum nýjung í áleggjaúrvali; kartöflusnakk, sem þú getur fengið á uppáhaldssamlokuna þína.

Subway-keðjan í Bretlandi hefur hafið samstarf við snakkframleiðandann Walkers og bætt söltuðum flögum við úrvalið í borði. Einungis saltaðar flögur verða í boði, svo ekki er hægt að velja um mismunandi týpur. Þó er hægt að biðja um að fá flögurnar til að „taka með“, því þær koma sem hluti af keyptum máltíðum.

Snakk-áleggið verður þó aðeins fáanlegt í takmarkaðan tíma. Að sögn Angelinu Gosal, yfirmanns markaðsmála í Bretlandi og Írlandi, er samloka með snakki á milli táknrænn og mikilvægur hluti af breskri matarhefð og þau séu spennt fyrir samstarfinu við Walkers. Markaðsstjóri Walkers tekur í sama streng og segir að samlokan í hádeginu sé aldrei eins ef það vanti flögurnar. Fólk sé auðvitað mishrifið eins og með svo margt annað – það verði þó tryggt hér eftir að hádegismaturinn verði aldrei sá sami eftir þetta samstarf. Spurning hvort þessi nýjung nái að rata hingað til lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka