Hér bjóðum við ykkur upp á örfá og einföld hráefni í stórkostlegri ostaköku – og það besta er að þú þarft ekki einu sinni að kveikja á ofninum til að baka kökuna. Uppskriftin kemur frá @Fitwafflekitchen, sem bakar krásir sem þessa daglega og er með yfir 460 þúsund fylgjendur á Instagram.
Ómótstæðileg ostakaka með Rolo
Botn
- 350 g Digestive-kex, mulið
- 180 g ósaltað smjör, bráðið
Ostakrem
- 350 ml rjómi
- 500 g rjómaostur
- 120 g flórsykur
- 120 Carnation caramel (eða mjúk karamella)
Topping
- 150 g Carnation caramel
- 21 Rolo-bitar
Aðferð:
- Blandið muldu kexi og smjöri saman í skál og setjið í bökunarmót. Þjappið kexmulninginn og setjið í ísskáp.
- Þeytið rjómann.
- Blandið rjómaosti, flórsykri og karamellu vel saman. Setjið því næst rjómann varlega saman við blönduna. Leggið þá blönduna ofan á kexbotninn og setjið inn í ísskáp í það minnsta fimm klukkutíma, eða yfir nótt.
- Takið kökuna úr mótinu og hellið karamellu yfir og skreytið með Rolo-bitum. Setjið aftur inn í ísskáp þar til bera á fram.
Mbl.is/ Fitwaffle Kitchen/Instagram