Dönsk hönnun undir frönskum áhrifum

Nýr stóll frá Normann Copenhagen sem kallast Allez.
Nýr stóll frá Normann Copenhagen sem kallast Allez. Mbl.is/Normann Copenhagen

Danski hús­búnaðarfram­leiðand­inn Normann Copen­hagen, kynn­ir til sög­unn­ar nýj­an stól sem vís­ar í franskt borg­ar­líf og bístrómenn­ingu – sem hef­ur verið vin­sæll lifnaðar­hátt­ur frá lok ní­unda ára­tug­ar­ins.

Stóll­inn ber nafnið „Allez chair“, og er nú­tíma­leg út­gáfa af hefðbundn­um kaffi­húsa­stól. Allez er fá­an­leg­ur í fimm tíma­laus­um lit­um, þar sem hver og einn end­ur­spegl­ar áþreif­an­lega og fal­lega nor­ræna nátt­úru. Sem ger­ir hönn­un­inni kleift að falla auðmjúk­lega inn í stærra sam­hengi sem og úti­svæði, því stól­inn má nota jafnt inn­an- sem ut­an­dyra.

Eitt af því sem er ein­kenn­andi fyr­ir stól­inn, er að hann er fá­an­leg­ur í nokkr­um af­brigðum og ger­ir þér kleift að setja sam­an hönn­un sem hent­ar þínum per­sónu­lega stíl og þörf­um. Til að auka á þæg­ind­in má til dæm­is bæta við bólstraðri sessu, nú eða setja eikar­fæt­ur und­ir sem hent­ar vel í borðstof­ur.

Stóll­inn kem­ur í aðskild­um pört­um og er af­hent­ur í flöt­um pakkn­ing­um sem minnk­ar plássið veru­lega í send­ing­um – fyr­ir utan kol­efn­is­sparnaðinn. Sam­setn­ing­ar­ferlið er ein­falt og stóln­um fylg­ir lítið verk­færi og bæk­ling­ur sem ger­ir þér kleift að setja stól­inn sam­an á ör­fá­um mín­út­um. Það er því auðvelt að fram­kalla bistró sjarma á sval­irn­ar eða við eld­hús­borðið með þess­ari flottu stóla­nýj­ung.

Stóllinn hentar bæði utan- sem innandyra.
Stóll­inn hent­ar bæði utan- sem inn­an­dyra. Mbl.is/​Normann Copen­hagen
Mbl.is/​Normann Copen­hagen
Þú getur sett nákvæmlega þína útgáfu saman af stólnum hvað …
Þú get­ur sett ná­kvæm­lega þína út­gáfu sam­an af stóln­um hvað varðar fæt­ur, sessu og annað. Mbl.is/​Normann Copen­hagen
Mbl.is/​Normann Copen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert